Fá meira en hundrað milljarða fyrir fjórtán kvikmyndir og sex þáttaraðir Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 16:25 Trey Parker og Matt Stone. Getty/Araya Doheny Matt Stone og Trey Parker hafa gert samkomulag um að fá 900 milljónir dala frá ViacomCBS Inc. á næstu sex árum. Í staðinn þurfa þeir að gera sex nýjar þáttaraðir af teiknimyndaþáttunum South Park og fjórtán kvikmyndir um íbúa bæjarins vinsæla. Gróflega reiknað samsvara 900 milljónir dala um 112,4 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Bloomberg á áfram að sýna þættina á Comedy Central en kvikmyndirnar verða sýndar á Paramount+, streymisveitu fyrirtækisins. Fyrsta verkefnið verður kvikmynd um South Park en hana á að frumsýna fyrir árslok, auk annarrar kvikmyndar. Bloomberg segir að samhliða aukinni samkeppni streymisveita heimsins hafi virði vinsælla söguheima eins og South Park aukist gífurlega. Fyrsti South Park þátturinn var sýndur árið 1997 og hafa þættirnir notið mikilla vinsælda síðan þá. Þættirnir eru þeir vinsælustu hjá Comedy Central. Þetta nýja samkomulag felur í sér að þáttaraðir South Park verða minnst þrjátíu talsins. „Comedy Central hefur verið heimili okkar í 25 ár og við erum mjög ánægðir með að þeir hafi samþykkt að hýsa okkur næstu 75 ár,“ segir í yfirlýsingu frá Parker og Stone sem birt var á vef þeirra í dag. Fyrsta og eina kvikmyndin um South Park var frumsýnd árið 1999. Trey Parker and Matt Stone sign new deal to extend South Park through season 30 and make 14 original made-for-streaming movies exclusively for Paramount+, starting with two films in 2021. Read the full press announcement: https://t.co/vhlzu0E96F pic.twitter.com/uvPhRbVp7E— South Park (@SouthPark) August 5, 2021 Bíó og sjónvarp Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Gróflega reiknað samsvara 900 milljónir dala um 112,4 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Bloomberg á áfram að sýna þættina á Comedy Central en kvikmyndirnar verða sýndar á Paramount+, streymisveitu fyrirtækisins. Fyrsta verkefnið verður kvikmynd um South Park en hana á að frumsýna fyrir árslok, auk annarrar kvikmyndar. Bloomberg segir að samhliða aukinni samkeppni streymisveita heimsins hafi virði vinsælla söguheima eins og South Park aukist gífurlega. Fyrsti South Park þátturinn var sýndur árið 1997 og hafa þættirnir notið mikilla vinsælda síðan þá. Þættirnir eru þeir vinsælustu hjá Comedy Central. Þetta nýja samkomulag felur í sér að þáttaraðir South Park verða minnst þrjátíu talsins. „Comedy Central hefur verið heimili okkar í 25 ár og við erum mjög ánægðir með að þeir hafi samþykkt að hýsa okkur næstu 75 ár,“ segir í yfirlýsingu frá Parker og Stone sem birt var á vef þeirra í dag. Fyrsta og eina kvikmyndin um South Park var frumsýnd árið 1999. Trey Parker and Matt Stone sign new deal to extend South Park through season 30 and make 14 original made-for-streaming movies exclusively for Paramount+, starting with two films in 2021. Read the full press announcement: https://t.co/vhlzu0E96F pic.twitter.com/uvPhRbVp7E— South Park (@SouthPark) August 5, 2021
Bíó og sjónvarp Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira