Tónlist

Trommari The Offspring rekinn fyrir að afþakka bóluefni

Árni Sæberg skrifar
Pete Parada (t.h.) ásamt Noodles, forsprakka The Offspring.
Pete Parada (t.h.) ásamt Noodles, forsprakka The Offspring. FilmMagic/Getty

Pete Parada, trommari pönkhljómsveitarinnar The Offspring tilkynnti í gær að hann hann hefði verið rekinn fyrir að neita að láta bólusetja sig. „Það hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ sagði hann á Instagram.

Parada sagði í Instagramfærslu í gær að hann ætlaði ekki að þiggja bólusetningu að læknisráði. Hann hafi smitast áður og telji sig munu lifa af aðra sýkingu frekar en bólusetningu. 

Hann óttast að fá Guillain-Barré taugasjúkdóminn sem talinn er vera möguleg aukaverkun sjúkdómsins. Hann segist hafa fengið sjúkdóminn í barnæsku í kjölfar bólusetningar.

„Þar sem ég get ekki hlýtt því sem virðist vera að verða skylda í bransanum, hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ segir Parada.

„Ég minnist á þetta af því þið munuð ekki sjá mig á komandi tónleikum. Ég vil líka deila sögu minni með sérhverjum sem finnur fyrir eymdinni og einangruninni sem fylgir því að vera skilinn út undan,“ bætti hann við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.