Innlent

Katrín leiðir lista Sósíal­ista­flokksins í Reykja­vík suður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrstu sjö á listanum, frá vinstri til hægri.
Fyrstu sjö á listanum, frá vinstri til hægri. Sósíalistaflokkurinn

Katrín Baldursdóttir skipar fyrsta sætið á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum þar sem segir að slembivalinn hópur félaga í flokknum raði á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í september.

„Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun. Það þarf að útrýma fátækt og það strax. Burt með alla kúgun og ofbeldi bæði gagnvart fólki og náttúru og inn með kærleika, samkennd, samvinnu og mannhelgi.“ segir Katrín.

Reynslan hafi sýnt að niðurstaða slembivalinna hópa gefi í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör.

„Sósíalistaflokkurinn hefur brýnt erindi. Að fólk sé ekki valdalaust í höndum stórkapítalista. Fólk á að hafa tækifæri til að taka þátt í sköpun og smíði samfélagsins og hafa aðgang að gjaldfrjálsu heilbrigðis-og menntakerfi. Við á listanum í Reykjavík suður munum berjast af einurð fyrir þessu og mörgum öðrum réttlætismálum eins og að auðlindir verði færðar almenningi.“

Símon Vestarr er í öðru sæti og er með skýran boðskap. „Kapítalismi elur af sér auðsöfnun, auðsöfnun elur af sér spillingu, spilling kæfir lýðræði og að reyna að stemma stigu við spillingu án þess að setja kapítalismanum skorður er eins og að reyna að vinna körfuboltaleik með hendur bundnar fyrir aftan bak. Þess vegna þarf að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og takast á við auðvaldið af fullum krafti.“

„Mér finnst löngu orðið ljóst að Útlendingastofnun og lögregla þjónusta ekki einstaklinginn en ganga þess í stað erinda rótgróinna hægri-pólitískra afla sem hafa það eitt markmið að viðhalda hinu kapítalíska kerfi á kostnað almennings og það sama á við um aðrar stjórnsýslustofnanir sem fara með mál okkar viðkvæmustu hópa,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem vermir 3. sætið.

 1. Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur
 2. Símon Vestarr Hjaltason, kennari
 3. María Lilja Þrastardóttir Kemp, laganemi
 4. Jón Kristinn Cortez. tónlistarmaður
 5. Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari
 6. Jón Óskar Hafsteinsson, myndlistarmaður
 7. Sigrún Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
 8. Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir, frístundaleiðbeinandi
 9. Bára Halldórsdóttir, öryrki
 10. Bárður Ragnar Jónsson, þýðandi
 11. Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarmaður
 12. Björn Reynir Halldórsson, sagnfræðingur
 13. Krummi Uggason, námsmaður
 14. María Sigurðardóttir, leikstjóri
 15. Tamila Gámez Garcell, kennari
 16. Elísabet Einarsdóttir, öryrki
 17. Kristjana Kristjánsdóttir, leikskólakennari
 18. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi
 19. Mikolaj Cymcyk, námsmaður
 20. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor
 21. María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öryrki
 22. Andri Sigurðsson, hönnuður


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.