Innlent

112 greindust innanlands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tölur dagsins liggja fyrir.
Tölur dagsins liggja fyrir. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús

Í gær greindust 112 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 35 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 73 voru fullbólusettir. Áttatíu voru utan sóttkvíar við greiningu.

Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is en athygli er vakin á því að daglegar tölur kunna að breytast vegna afturvirkrar uppfærslu einstakra daga.

Nú eru 1.072 í einangrun, 2.590 í sóttkví og 1.080 í skimunarsóttkví. Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita er 280,6 á hverja hundrað þúsund íbúa. Alls voru tekin 4.730 sýni í gær.

Eitt virkt smit greindist á landamærunum og var viðkomandi bólusettur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.