Innlent

Töfranámskeið fyrir eldri borgara slær í gegn

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Einar Aron, töframaður, hefur haldið töfranámskeið í allt sumar.
Einar Aron, töframaður, hefur haldið töfranámskeið í allt sumar. stöð2

Eldri borgarar sóttu töfranámskeið í sólinni í dag. Töframaðurinn segir námskeiðin sporna gegn félagslegri einangrun og nemendurnir segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin með töfrabrögðum á næstunni.

Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir.

„Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður.

Töfrað í sólinni

Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum.

Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? 

„Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson.

„Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við.

Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið.

Töfrar fram peningana

Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil.

Verður þú ríkur á því? 

„Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi.

Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2

Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? 

„Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“

Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram.

„Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu.

„Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir.

Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn?

„Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron.

Ert þú upprennandi töframaður?

„Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.