Innlent

Sjúk­lingur á krabba­meins­deild er smitaður

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Deildin er á Landspítalanum við Hringbraut.
Deildin er á Landspítalanum við Hringbraut. vísir/vilhelm

Sjúk­lingur sem er inni­liggjandi á blóð- og krabba­meins­lækninga­deild 11EG á Land­spítalanum greindist ó­vænt með Co­vid-19 smit í gær. Tveir starfs­menn deildarinnar eru einnig smitaðir.

Í til­kynningu frá spítalanum segir að ítar­leg rakning hafi farið fram inni á spítalanum vegna smitsins, tveir aðrir sjúk­lingar verið sendir í sótt­kví og starfs­fólk ýmist verið skipað í sótt­kví A eða vinnu­sótt­kví eftir at­vikum.

Sjúk­lingurinn greindist við skimun á spítalanum í gær. Hann var fluttur á smit­sjúk­dóma­deild í ein­angrun.

Ekki er ljóst hvort bein tenging sé á milli smita starfs­mannanna tveggja og sjúk­lingsins og í til­kynningu spítalans segir að hér sé mögu­lega um þrjá að­skilda at­burði að ræða.

Á umræddri deild fara fram lyflækningar fyrir sjúklinga með krabbamein en einnig greining og meðferð blóðsjúkdóma, einkameðferð og stuðningsmeðferð vegna fylgikvilla meðferðar. 

Tíu sjúk­lingar liggja nú inni á Land­spítalanum með Co­vid-19, átta á legu­deildum og tveir á gjör­gæslu.

Síðast­liðinn sólar­hring út­skrifaðist einn og þrír lögðust inn. Sjúk­lingurinn á krabba­meins­deildinni er einn þessara þriggja.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.