Misvísandi skilaboð frá ferðaþjónustunni valda furðu Jakob Bjarnar skrifar 29. júlí 2021 13:41 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sagði um síðustu helgi að rauður litur myndi hafa skelfilegar afleiðingar fyrir greinina og þjóðarbúið allt en í dag skiptir þetta litakóðunarkerfi litlu sem engu máli. Vísir/Egill Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, taldi fyrir fáeinum dögum það öllu skipta að Ísland yrði ekki rautt en nú er skiptir það engu máli. Í frétt Morgunblaðsins frá í dag segir Bjarnheiður Bandaríkjamenn ekki spá mikið í þetta litakóðunarkerfi og í að í Evrópu sé vægi þess að minnka. „Það getur verið misjafnt milli landa en ég er ekki viss um að það breyti miklu hvort við séum appelsínugul eða rauð, svo eru einstaklingar misjafnlega innstilltir á þetta,“ segir Bjarnheiður í samtali við Morgunblaðið. Hún telur litinn ekki breyta miklu. Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Ísland nú verið skilgreint sem appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Kortið byggir á gögnum sem safnað er vikuna áður og sýnir í litum hvernig staða landa í Evrópu er að teknu tilliti til kórónuveriufaraldursins. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósentu. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Í samtali við RÚV um helgina var allt annað hljóð í Bjarnheiði. Þá sagði hún að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna ef Ísland yrði rautt á þessu sama korti. „Aðalmálið núna hvað þetta varðar er að halda landinu grænu þannig að við verðum ekki rauð. Þar verður þjóðin að leggjast á eitt við að halda niðri smitum til þess að það gerist ekki því það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus bendir á þetta á sinni Facebooksíðu og telur þetta meinlegt. „Það er svolítið erfitt að henda reiður á málflutningi talsmanna ferðaþjónustunnar,“ segir Eiríkur og bendir á þetta misræmi. „Lái mér hver sem vill að mér gangi illa að samræma þetta.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort samfélagið líti á aldraða sem rusl Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Í frétt Morgunblaðsins frá í dag segir Bjarnheiður Bandaríkjamenn ekki spá mikið í þetta litakóðunarkerfi og í að í Evrópu sé vægi þess að minnka. „Það getur verið misjafnt milli landa en ég er ekki viss um að það breyti miklu hvort við séum appelsínugul eða rauð, svo eru einstaklingar misjafnlega innstilltir á þetta,“ segir Bjarnheiður í samtali við Morgunblaðið. Hún telur litinn ekki breyta miklu. Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Ísland nú verið skilgreint sem appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Kortið byggir á gögnum sem safnað er vikuna áður og sýnir í litum hvernig staða landa í Evrópu er að teknu tilliti til kórónuveriufaraldursins. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósentu. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Í samtali við RÚV um helgina var allt annað hljóð í Bjarnheiði. Þá sagði hún að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna ef Ísland yrði rautt á þessu sama korti. „Aðalmálið núna hvað þetta varðar er að halda landinu grænu þannig að við verðum ekki rauð. Þar verður þjóðin að leggjast á eitt við að halda niðri smitum til þess að það gerist ekki því það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emerítus bendir á þetta á sinni Facebooksíðu og telur þetta meinlegt. „Það er svolítið erfitt að henda reiður á málflutningi talsmanna ferðaþjónustunnar,“ segir Eiríkur og bendir á þetta misræmi. „Lái mér hver sem vill að mér gangi illa að samræma þetta.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort samfélagið líti á aldraða sem rusl Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira