Innlent

Enginn jarðskjálfti að stærð 5,0 í morgun

Eiður Þór Árnason skrifar
Á vef Veðurstofunnar var skjálftinn staðsettur 28,2 norðaustur af Flatey.
Á vef Veðurstofunnar var skjálftinn staðsettur 28,2 norðaustur af Flatey. Vísir/Sigurjón

Athygli vakti að jarðskjálfti að stærð 5,0 var skráður á vef Veðurstofunnar norðaustur af Flatey klukkan 6:25 í morgun. Ekki var um raunverulegan skjálfta að ræða heldur námu jarðskjálftanemar bylgjur frá öflugum skjálfta sem mældist í Alaska um tíu mínútum fyrr.

Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Jarðskjálftinn í Alaska var 8,2 að stærð og fylgdu minnst tveir sterkir eftirskjálftar í kjölfarið.

„Kerfið okkar er að lesa stóru skjálftana í Alaska í morgun en jarðskjálftamælarnir eru að teikna bylgjurnar vitlaust. Þetta gerist mjög oft þegar það verða stórir jarðskjálftar erlendis og við þurfum bara að taka hann út.“

Fyrst var greint frá málinu á mbl.is. Náttúruvársérfræðingurinn segir að ekki sé um að ræða bylgjur sem fólk hér á landi ætti að finna fyrir en nemarnir séu afar næmir.

„Þetta sést um allan heiminn þegar það koma svona stórir skjálftar.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.