Skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþonsins liggja undir feldi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 11:52 Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að venjulega taki um fimmtán þúsund manns þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Íþróttabandalags Reykjavíkur skoða nú hvernig mögulegt sé að útfæra Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka með tilliti til hertra sóttvarnaaðgerða. Reykjavíkurmaraþonið var ekki haldið á síðasta ári vegna þágildandi sóttvarnaráðstafana. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir starfsfólk Íþróttabandalagsins ennþá vera að meta stöðuna í samráði við almannavarnir. „Við erum eiginlega bara undir mjög stórum feldi með mjög mörgum að taka stöðuna á málinu.“ Reykjavíkurmaraþonið er stærsta hlaup ársins og á að fara fram þann 21. ágúst næstkomandi. Um 15 þúsund manns taka þátt í hlaupinu ár hvert en eins og kunnugt er kveða núgildandi sóttvarnaraðgerðir á um tvö hundruð manna fjöldatakmark. Núgildandi sóttvarnaraðgerðir gilda til 13. ágúst og mikil óvissa ríkir um hvað tekur við eftir það. „Við vorum ansi bjartsýn að geta haldið hlaupið í ár en við erum bara að skoða þetta. En við erum ennþá nokkuð bjartsýn.“ Reykjavíkurmaraþoninu var aflýst í fyrra sökum þágildandi sóttvarnaráðstafana. Hins vegar var blásið til átaksins Hlauptu þín leið! þar sem hlaupurum bauðst að hlaupa á eigin vegum og taka þátt í áheitasöfnun. Silja segir alls kyns teikningar vera uppi á borðunum hjá þeim en getur ekkert tjáð sig um það hvaða útfærslur það eru sem verið er að skoða. Það muni hins vegar koma í ljós von bráðar. „Draumurinn er náttúrlega að geta haldið maraþonið, af því að söfnunin skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir öll góðgerðafélögin.“ Silja segist þó ekki hafa fundið fyrir miklum áhyggjum hjá þeim hlaupurum sem hafa skráð sig til leiks í ár. „Ég held bara að fólk sé orðið ansi sjóað í þessu og viti að fólk gefur sér smá tíma til þess að taka ákvarðanir um svona hluti.“ Íþróttabandalag Reykjavíkur mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Reykjavíkurmaraþon Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir starfsfólk Íþróttabandalagsins ennþá vera að meta stöðuna í samráði við almannavarnir. „Við erum eiginlega bara undir mjög stórum feldi með mjög mörgum að taka stöðuna á málinu.“ Reykjavíkurmaraþonið er stærsta hlaup ársins og á að fara fram þann 21. ágúst næstkomandi. Um 15 þúsund manns taka þátt í hlaupinu ár hvert en eins og kunnugt er kveða núgildandi sóttvarnaraðgerðir á um tvö hundruð manna fjöldatakmark. Núgildandi sóttvarnaraðgerðir gilda til 13. ágúst og mikil óvissa ríkir um hvað tekur við eftir það. „Við vorum ansi bjartsýn að geta haldið hlaupið í ár en við erum bara að skoða þetta. En við erum ennþá nokkuð bjartsýn.“ Reykjavíkurmaraþoninu var aflýst í fyrra sökum þágildandi sóttvarnaráðstafana. Hins vegar var blásið til átaksins Hlauptu þín leið! þar sem hlaupurum bauðst að hlaupa á eigin vegum og taka þátt í áheitasöfnun. Silja segir alls kyns teikningar vera uppi á borðunum hjá þeim en getur ekkert tjáð sig um það hvaða útfærslur það eru sem verið er að skoða. Það muni hins vegar koma í ljós von bráðar. „Draumurinn er náttúrlega að geta haldið maraþonið, af því að söfnunin skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir öll góðgerðafélögin.“ Silja segist þó ekki hafa fundið fyrir miklum áhyggjum hjá þeim hlaupurum sem hafa skráð sig til leiks í ár. „Ég held bara að fólk sé orðið ansi sjóað í þessu og viti að fólk gefur sér smá tíma til þess að taka ákvarðanir um svona hluti.“ Íþróttabandalag Reykjavíkur mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum.
Reykjavíkurmaraþon Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira