Innlent

Líklega umgangspest en ekki Covid-19 um borð í Kap

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vinnslustöðin gerir út Kap.
Vinnslustöðin gerir út Kap. Vísir/Vilhelm

Áhöfnin á Kap II VE er laus úr sóttkví í Grundarfjarðarhöfn eftir að niðurstöður skimunar á áhöfninni fyrir Covid-19 reyndust neikvæðar. Umgangspest er líkleg skýring veikindaeinkenna nokkurra skipverja.

Greint var frá því í gær að áhöfnin hafi verið sett í sóttkví í Grundarfjarðarhöfn, vegna gruns um að nokkrir í áhöfninni væru smitaðir af Covid-19.

Tekin voru sýni úr áhafnarmeðlimum og á vef Vinnslustöðvarinnar segir að niðurstöðurnar séu ótvíræðar

„Útilokað er að COVID-smit skýri veikindaeinkenni nokkurra skipverja. Ætla má að einhvers konar umgangspest hafi stungið sér þarna niður. Flest einkennin voru væg, enginn veiktist alvarlega,“ segir á vef Vinnslustöðvarinnar.

Haft er eftir Sverri Haraldssyni, sviðstjóra botnfisksviðs Vinslustöðvarinnar að hálf veiðiferð hafi tapast, en að aldrei hafi annað komið til greina en að tryggja öryggi áhafnarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.