Innlent

Leita vitna að hópslagsmálunum á Akureyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmargir urðu vitni að slagsmálanum og lögreglan á Akureyri vill fá að ræða við þau.
Fjölmargir urðu vitni að slagsmálanum og lögreglan á Akureyri vill fá að ræða við þau. Aðsend mynd

Lögreglan á Akureyri óskar þess nú að ná tali af vitnum að tveimur líkamsárásum sem framdar voru á Akureyri, þar á meðal vitnum að hópslagsmálum í miðbæ bæjarins í síðustu viku.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar. Þar segir að leitað sé vitna að líkamsárás sem framin var þann 30. júní síðastliðinn á milli 19 og 19.30 þegar ráðist var á mann með hund.

Þá óskar lögreglan einnig að ná tali af vitnum vegna hópslagsmála sem brutust út við Bláu könnuna í miðbæ Akureyrar þann síðastliðinn þriðjudag.

Fimm gistu fangaklefa eftir meiri háttar átök á staðnum í gær, sem lauk með því að einn mannanna féll í gegnum og braut framrúðu staðarins. Fjölmenni var í miðbæ Akureyrar þegar slagsmálin brutust út.

Myndin sem sjá má hér að ofan vakti mikla athygli, líkt og fjallað var um á Vísi í síðustu viku.

Óskar lögregla þess að þau sem geti gefið upplýsingar um fyrrgreindar líkamsárásir hafi samband í síma Vinsamlegast hafið samband í síma 444-2800..


Tengdar fréttir

„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“

Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um myndina hér að ofan, þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×