Innlent

Fæðingar hafa ekki verið fleiri á öðrum ársfjórðungi frá upphafi mælinga

Árni Sæberg skrifar
Fæðingar voru töluvert fleiri á öðrum ársfjórðungi í ár en í fyrra.
Fæðingar voru töluvert fleiri á öðrum ársfjórðungi í ár en í fyrra. Hagstofa Íslands

Á öðrum ársfjórðungi 2021 fæddust 1.270 börn. Fæðingar hafa ekki verið fleiri á öðrum ársfjórðungi síðan mælingar hófust árið 2010. Landsmönnum fjölgaði um 1.700 á ársfjórðungnum.

Anton Örn Karlsson hjá atvinnu, lífskjara og mannfjöldadeild Hagstofu segir ekki öruggt að um sé að ræða marktæka fólksfjölgun í tengslum við faraldur Covid-19.

Hann segir þó að í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hafi fæðingum fjölgað mikið og því sé spennandi að sjá hvernig fæðingartölur þriðja ársfjórðungi 2021 verða. 

Verði þær hærri en venjulega er nokkuð öruggt að fullyrða að landinn hafi verið duglegur að fjölga sér á meðan heimsfaraldur Covid-19 reið yfir.

Á ársfjórðungnum sem leið fluttust 950 eintaklingar til landsins umfram þá sem fluttu af landi brott. Flestir þeirra 350 íslenskra ríkisborgara sem fluttu til landsins umfram brottflutta fluttu langflestir frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Erlendir ríkisborgarar sem fluttu til landsins umfram brottflutta voru 610 talsins. Flestir þeirra fluttu frá Póllandi. Flestir brottfluttir erlendir ríkisborgarar fluttu til Póllands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×