Lífið

Hótel Rang­á býður norður­ljósa­fangara fría gistingu í mánuð

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hótel Rangá býður upp á einstakt tækifæri fyrir ljósmyndara.
Hótel Rangá býður upp á einstakt tækifæri fyrir ljósmyndara. Vísir/Vilhelm

Hótel Rangá leitar nú að sínum fyrsta formlega norðurljósafangara. Um er að ræða ljósmyndara sem fær að gista á hótelinu í heilan mánuð gegn því að taka myndir af norðurljósunum.

Hótelið auglýsir eftir norðurljósafangaranum á heimasíðu sinni. Í auglýsingunni segir að ljósmyndarar geti nú sótt um að fá að verja mánuði í að taka myndir af einu mesta náttúruundri veraldar - norðurljósunum.

Þá segir jafnframt að um sé að ræða einstakt tækifæri fyrir ljósmyndara sem vilja bæta í ferilmöppu sína.

Í skiptum fyrir myndirnar býður hótelið flug til og frá Íslandi, gistingu og fæði í heilan mánuð, ásamt aðgangi að útsýnispalli og heitum pottum.

Viðkomandi þarf að skuldbinda sig í að lágmarki þrjár vikur frá september til október og skila af sér ljósmyndum og myndböndum í bestu gæðum.

Í umsókninni þarf viðkomandi að svara spurningalista þar sem hann þarf meðal annars að tilgreina fjölda fylgjenda á þeim samfélagsmiðlum sem hann notar.

Hægt er að sjá auglýsingu hótelsins hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.