Innlent

Ráðherra birti allt í einu stöðuuppfærslu um vegamál

Snorri Másson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var rétt í þessu að birta færslu á Facebook um að samningar hefðu náðst um vegalagningu um Teigskóg. 

Um er að ræða gleðileg tíðindi að mati margra sem eiga sjálfsagt erindi við fylgjendur ráðherrans á Facebook, en vera má að sumum þyki tímasetning stöðuuppfærslunnar sérstök. 

Ráðherrann er nefnilega á skrifandi stundu staddur inni á afdrifaríkum ríkisstjórnarfundi um yfirvofandi sóttvarnaraðgerðir, sem þjóðin bíður í ofvæni eftir að vita hverjar eru.

Þess skal getið að unnt er að tímasetja færslur á Facebook eftir þörfum og hentisemi. Sömuleiðis er það þekkt að aðstoðarmenn stjórnmálamanna annist samfélagsmiðlareikninga þeirra og ekki er útilokað að það gildi um þetta tilvik.

Áform um lagningu vegar um Teigskóg hafa lengi verið til umræðu en ekkert endanlegt samkomulag legið fyrir. Nú er það hins vegar í höfn, eins og ráðherrann segir frá á Facebook.

Hér er bein útsending frá Egilsstöðum þar sem þess er beðið að ráðherrarnir komi út af ríkisstjórnarfundi:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×