Vill að kennarar fái forgang þegar byrjað verður að gefa aukaskammta Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2021 15:10 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir stjórnendur vona það besta. Samsett Stjórnendur grunnskóla fylgjast vel með þróun kórónuveirufaraldursins þessa dagana og óttast sumir að sóttvarnatakmakmarkanir muni varpa skugga á komandi skólavetur. Formaður Skólastjórafélags Íslands treystir því að kennarar verði settir í forgang þegar kemur að því bjóða fólki með Janssen-bóluefnið upp á aukaskammt. Ekki stendur til að hefja bólusetningu barna á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr en í lok ágúst. Stór hluti kennara og starfsfólks grunnskóla hefur fengið Janssen-efnið en vísbendingar eru um að bóluefnið veiti síðri vernd gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að einstaklingar sem hafa fengið Janssen-efnið eða sýnt veikt ónæmissvar við öðrum bóluefnum verði líklega boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech til að auka vernd þeirra gegn veirunni. Ekki liggur fyrir hvenær sú bólusetning hefst en Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, vonar að starfsmenn skóla geti fengið skammtinn áður en grunnskólar verða settir þann 22. ágúst. Þróunin veldur áhyggjum Þorsteinn segir að skólastjórnendur hafi skiljanlega áhyggjur af ástandinu og óttist að skólahald verði háð einhverjum takmörkunum þegar grunnskólar verða settir í lok ágúst. „Ef þróunin verður áfram á þann veg sem maður er að upplifa núna síðustu daga þá auðvitað veldur það verulegum áhyggjum.“ „Það sem er auðvitað okkur öllum efst í huga núna er að við förum ekki að fara í annan vetur eins og síðastliðinn vetur. Það er alveg ljóst að það ástand og þær takmarkanir sem við bjuggum við í skólastarfinu fóru ekki vel með alla nemendur okkar.“ Vonar að faraldurinn komist aftur á rétta braut Þorsteinn vonar að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og samstillt átak landsmanna verði til þess að staðan verði önnur um miðjan ágúst. „Ég er allavega bjartsýnn gagnvart þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir kann að grípa til núna sem vonandi leiðir okkur inn á réttar brautir á næstu tveimur til þremur vikum. Við vonum að þetta náist.“ Þróunin síðustu daga hefur ekki verið rædd formlega á vettvangi Skólastjórafélagsins en flestir skólastjórnendur eru í sumarleyfi þessa dagana og snúa aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi. „Þá verðum við að taka stöðuna á landsvísu og sjá hvernig staðan er,“ segir Þorsteinn. Staðan komið skólastjórnendum á óvart Þorsteinn segir að það hafi komið skólastjórnendum nokkuð á óvart að þjóðin sé komin aftur á þennan stað í faraldrinum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra. „Ég held að stjórnendur í skólum hafi verið á sama stað og við öll fyrir mánuði síðan; bjartsýn á að við værum komin sem mest fyrir þetta hér á landi. Auðvitað veldur það okkur vonbrigðum eins og öllum öðrum að við skulum hafa dottið í þetta far á síðustu fjórum, fimm dögum. En við verðum bara að krossa fingur og vona að það verði gripið til einhverra aðgerða núna sem leiða okkur aftur inn á rétta braut. Við erum bara öll að vona það besta.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Tengdar fréttir Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Formaður Skólastjórafélags Íslands treystir því að kennarar verði settir í forgang þegar kemur að því bjóða fólki með Janssen-bóluefnið upp á aukaskammt. Ekki stendur til að hefja bólusetningu barna á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr en í lok ágúst. Stór hluti kennara og starfsfólks grunnskóla hefur fengið Janssen-efnið en vísbendingar eru um að bóluefnið veiti síðri vernd gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að einstaklingar sem hafa fengið Janssen-efnið eða sýnt veikt ónæmissvar við öðrum bóluefnum verði líklega boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech til að auka vernd þeirra gegn veirunni. Ekki liggur fyrir hvenær sú bólusetning hefst en Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, vonar að starfsmenn skóla geti fengið skammtinn áður en grunnskólar verða settir þann 22. ágúst. Þróunin veldur áhyggjum Þorsteinn segir að skólastjórnendur hafi skiljanlega áhyggjur af ástandinu og óttist að skólahald verði háð einhverjum takmörkunum þegar grunnskólar verða settir í lok ágúst. „Ef þróunin verður áfram á þann veg sem maður er að upplifa núna síðustu daga þá auðvitað veldur það verulegum áhyggjum.“ „Það sem er auðvitað okkur öllum efst í huga núna er að við förum ekki að fara í annan vetur eins og síðastliðinn vetur. Það er alveg ljóst að það ástand og þær takmarkanir sem við bjuggum við í skólastarfinu fóru ekki vel með alla nemendur okkar.“ Vonar að faraldurinn komist aftur á rétta braut Þorsteinn vonar að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og samstillt átak landsmanna verði til þess að staðan verði önnur um miðjan ágúst. „Ég er allavega bjartsýnn gagnvart þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir kann að grípa til núna sem vonandi leiðir okkur inn á réttar brautir á næstu tveimur til þremur vikum. Við vonum að þetta náist.“ Þróunin síðustu daga hefur ekki verið rædd formlega á vettvangi Skólastjórafélagsins en flestir skólastjórnendur eru í sumarleyfi þessa dagana og snúa aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi. „Þá verðum við að taka stöðuna á landsvísu og sjá hvernig staðan er,“ segir Þorsteinn. Staðan komið skólastjórnendum á óvart Þorsteinn segir að það hafi komið skólastjórnendum nokkuð á óvart að þjóðin sé komin aftur á þennan stað í faraldrinum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra. „Ég held að stjórnendur í skólum hafi verið á sama stað og við öll fyrir mánuði síðan; bjartsýn á að við værum komin sem mest fyrir þetta hér á landi. Auðvitað veldur það okkur vonbrigðum eins og öllum öðrum að við skulum hafa dottið í þetta far á síðustu fjórum, fimm dögum. En við verðum bara að krossa fingur og vona að það verði gripið til einhverra aðgerða núna sem leiða okkur aftur inn á rétta braut. Við erum bara öll að vona það besta.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Tengdar fréttir Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31