Innlent

Ríkisstjórnin hangir á galla kosningakerfisins

Jakob Bjarnar skrifar
Kampakát ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fær sér köku en myndin var tekin þegar ríkisstjórnin fagnaði eins árs afmæli sínu.
Kampakát ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fær sér köku en myndin var tekin þegar ríkisstjórnin fagnaði eins árs afmæli sínu. vísir/vilhelm

Píratar og Samfylking missa þingmann vegna ójöfnuðar kosningakerfisins. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hagnast á kjördæmakerfinu sem því nemur.

Þetta kemur fram í útleggingum Ólafs Þ. Harðarsonar stjórmálafræðings en hann fer yfir grein og skýringarmyndir Morgunblaðsins þar sem niðurstaða könnunar MMR frá 8. til 14. júlí um fylgi flokka er greind. Ólafur Þ. segir að þar sé notuð reiknivél Landskjörstjórnar um skiptingu þingmanna í kjördæmum og niðurstöður séu þær sömu og hann birti sjálfur fyrr í vikunni, þá handreiknaðar út frá súluritunum.

„Reiknivélin úthlutar líka jöfnunarsætum. Staðfestir að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fá einn aukamann hvor. 

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að útreikningar á því hversu marga þingmenn hver flokkur fái sýni enn og aftur galla á kosningakerfinu.

Samfylking og Píratar missa hvor um sig einn mann, sem þeir ættu að fá ef jöfnuður ríkti milli flokka.“

Að sögn sjórnmálafræðiprófessorsins þýðir þetta að ríkisstjórnarflokkarnir fengju 33 þingmenn og stjórnin héldi velli.

„Ef jöfnuður ríkti milli flokka fengju þeir 31 þingmann - og stjórnin félli. Enn kemur í ljós að jöfnunarsæti eru of fá til að tryggja jöfnuð milli flokka, sem allir flokkar segjast þó vera fylgjandi.“

Ólafur segir þetta sýna enn og aftur galla kosningakerfisins sem Íslendingar búa við.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.