Mánaðarlaun þingmanna komin upp í tæplega 1,3 milljón króna Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2021 13:18 Þingmenn lepja ekki dauðann úr skel. Fjölmiðlamenn sem sjá má í baksviði þessarar ljósmyndar eru varla hálfdrættingar á við þá. vísir/vilhelm Laun þingmanna hækka enn og hafa hækkað um 16,7 prósent frá árinu 2016 en þá höfðu þau verið hækkuð til mikilla muna eða um 44,3 prósent í einni svipan. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata veltir fyrir sér launaþróun þingmanna og reynir að setja launin í samhengi. Þetta gerir hann í pistli á heimasíðu sinni. „Fyrsti launaseðillinn minn frá Alþingi greiddi mér mánaðarlaun upp á 1.101.194 kr. Þá var árið 2016. Um síðustu mánaðarmót hækkuðu laun þingmanna enn og aftur og nú eru mánaðarlaunin orðin 1.285.411 kr. á mánuði og hækkuðu um 6,2% frá launum síðasta árs sem voru 1.210.368 kr,“ segir Björn Leví. Samtals er hækkunin 16,7 prósent frá árinu 2016, en daginn eftir kosningarnar það árið ákvað kjararáð að hækka laun þingmanna um 44,3 prósent. Á sama tíma hefur þróun verðlags verið 14,7 prósent. Björn Leví segir að eftir gríðarlega mikla hækkun kjararáðs 2016 hafi allt farið í hnút. Kjararáð var að endingu leyst upp og nýju lögin um meðatal reglulegra launa ríkisstarfsmanna komu í staðinn. Björn telur það ágætt fyrirkomulag, sanngjarnt, þó deila megi um upphæðina sem slíka. Hann birtir töflu yfir launahækkanirnar sem og töflu yfir meðaltal launa þeirra sem eru með yfir milljón í mánaðarlaun. Björn Leví deilir pistli sínum á Facebook og í athugasemd segir félagi hans í Pírötum, Jón Þór Ólafsson sem einnig hefur látið sig þessi mál varða að hollast væri ef þingmenn og ráðherrar væru við miðgildi launa landsmanna. „Já myndu þá betur skilja veruleika venjulegs fólks, sem er mikilvægt því þeir taka ákvarðanir um veruleika venjulegas fólks.“ Ekki er gert ráð fyrir yfirvinnu, þetta eru föst laun og þeir Jón Þór og Björn Leví segja að tímakaupið sé ekkert til að hrópa húrra yfir: „Já þeir væru þá á lægra tímakaupi en meirihluti landsmanna (þetta er brjáluð vinna) en það að fá að vinna að hugsjónum sínum hlýtur að reiknast vel til tekna, og ef ekki þá viljum við kannski ekki svoleiðis fólk við stjórn landsins,“ segir Jón Þór. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. 18. desember 2020 12:46 Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni. 24. mars 2020 13:34 Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata veltir fyrir sér launaþróun þingmanna og reynir að setja launin í samhengi. Þetta gerir hann í pistli á heimasíðu sinni. „Fyrsti launaseðillinn minn frá Alþingi greiddi mér mánaðarlaun upp á 1.101.194 kr. Þá var árið 2016. Um síðustu mánaðarmót hækkuðu laun þingmanna enn og aftur og nú eru mánaðarlaunin orðin 1.285.411 kr. á mánuði og hækkuðu um 6,2% frá launum síðasta árs sem voru 1.210.368 kr,“ segir Björn Leví. Samtals er hækkunin 16,7 prósent frá árinu 2016, en daginn eftir kosningarnar það árið ákvað kjararáð að hækka laun þingmanna um 44,3 prósent. Á sama tíma hefur þróun verðlags verið 14,7 prósent. Björn Leví segir að eftir gríðarlega mikla hækkun kjararáðs 2016 hafi allt farið í hnút. Kjararáð var að endingu leyst upp og nýju lögin um meðatal reglulegra launa ríkisstarfsmanna komu í staðinn. Björn telur það ágætt fyrirkomulag, sanngjarnt, þó deila megi um upphæðina sem slíka. Hann birtir töflu yfir launahækkanirnar sem og töflu yfir meðaltal launa þeirra sem eru með yfir milljón í mánaðarlaun. Björn Leví deilir pistli sínum á Facebook og í athugasemd segir félagi hans í Pírötum, Jón Þór Ólafsson sem einnig hefur látið sig þessi mál varða að hollast væri ef þingmenn og ráðherrar væru við miðgildi launa landsmanna. „Já myndu þá betur skilja veruleika venjulegs fólks, sem er mikilvægt því þeir taka ákvarðanir um veruleika venjulegas fólks.“ Ekki er gert ráð fyrir yfirvinnu, þetta eru föst laun og þeir Jón Þór og Björn Leví segja að tímakaupið sé ekkert til að hrópa húrra yfir: „Já þeir væru þá á lægra tímakaupi en meirihluti landsmanna (þetta er brjáluð vinna) en það að fá að vinna að hugsjónum sínum hlýtur að reiknast vel til tekna, og ef ekki þá viljum við kannski ekki svoleiðis fólk við stjórn landsins,“ segir Jón Þór.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. 18. desember 2020 12:46 Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni. 24. mars 2020 13:34 Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Laun Katrínar munu líklega hækka um 170 þúsund krónur í sumar Björn Leví Gunnarsson Pírati segir miklar launahækkanir þingmanna ekki forsvaranlegar en boltinn sé hjá ríkisstjórninni. 18. desember 2020 12:46
Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni. 24. mars 2020 13:34
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07