Innlent

Birgir og Erna leiða lista Mið­flokksins í Suður­kjör­dæmi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Birgir Þórarinsson þingmaður og Erna Bjarnadóttir, stofnandi Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Birgir Þórarinsson þingmaður og Erna Bjarnadóttir, stofnandi Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna leiða lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Miðflokkurinn

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi með 93 prósentum greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður mun leiða listann í kjördæminu en Erna Bjarnadóttir, sem farið hefur fyrir Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, situr í öðru sæti á listanum.

Nú hafa framboðslistar flokksins í Norðausturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi Norður verið samþykktir fyrir komandi Alþingiskosningar. Enn á eftir að kynna listana í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi suður.

Framboðslisti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður er sama sem tilbúinn en tillaga uppstillinganefnda að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi fyrir viku síðan og boðað hefur verið til oddvitakjörs þar sem kosið verður á milli Þorsteins Sæmundssonar þingmanns flokksins og Fjólu Hrundar Björnsdóttur framkvæmdastjóra flokksins. Kjörið fer fram á morgun og á laugardag, dagana 23. og 24. júlí.

Á eftir Birgi og Ernu á listanum koma Heiðbrá Ólafsdóttir í þriðja sæti, Guðni Hjörleifsson í fjórða sæti, Ásdís Barnadóttir í fimmta sæti og Davíð Brár Unnarsson í sjötta sæti.

Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson, í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Karl Gauti Hjaltason, í Suðurkjördæmi, gengu báðir til liðs við Miðflokkinn á kjörtímabilinu en þeir fóru inn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu Alþingiskosningum. Hvorugur hefur hlotið brautargengi í uppstillingu flokksins fyrir komandi kosningar.

Framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi má sjá í heild sinni hér að neðan:

  1. Birgir Þórarinsson, Vogum á Vatnsleysuströnd
  2. Erna Bjarnadóttir, Hveragerði
  3. Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra
  4. Guðni Hjörleifsson, Vestmannaeyjum
  5. Ásdís Bjarnadóttir, Flúðum, Hrunamannahreppi
  6. Davíð Brár Unnarsson, Reykjanesbæ
  7. Guðrún Jóhannsdóttir, Árborg
  8. Gunnar Már Gunnarsson, Grindavík
  9. Magnús Haraldsson, Hvolsvelli
  10. Sigrún Þorsteinsdóttir, Reykjanesbæ
  11. Bjarni Gunnólfsson, Reykjanesbæ
  12. Ari Már Ólafsson, Árborg
  13. Svana Sigurjónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri
  14. Hulda Kristín Smáradóttir, Grindavík
  15. Hafþór Halldórsson, Vestmannaeyjum
  16. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Þorlákshöfn
  17. Sólveig Guðjónsdóttir, Árborg
  18. Eggert Sigurbergsson, Reykjanesbæ
  19. Elvar Eyvindsson, Rangárþingi eystra
  20. Einar G. Harðarson, Árnessýslu


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×