Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá ákalli æ fleiri sérfræðinga í heilbrigðismálum um að gripið verði til aðgerða til að hefta vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar innanlands. Smituðum fjölgar í veldisvexti og eru lang flestir þeirra full bólusettir og ungir að árum.

Við heyrum í óbólusettum barnshafandi konum sem segjast berskjaldaðar nú þegar smituðum fer fjölgandi. Þær segjast hafa verið einangraðar og ætla að einangra sig enn frekar. 

Það er deilt um þverun Vatnsfjarðar. Meirihluti íbúanna er fylgjandi þverun en sveitarfélagið og stofnanir undir umhverfisráðuneytinu leggjast gegn henni.

 Þá sýnum við frá vígslu Tómasarlundar í Húsdýragarðinum í dag til heiðurs Tomma Tomm heitnum bassaleikara og eiins öflugasta upptökustjóra landsins.

 Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×