Innlent

Á 184 kílómetra hraða á Biskupstungnabraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var á rúmlega tvöföldum hámarkshraða.
Maðurinn var á rúmlega tvöföldum hámarkshraða. Vísir/vilhelm

Lögregla á Suðurlandi stöðvaði ökumann við ofsaakstur á Biskupstungnabraut við Tannastaði í liðinni viku. Maðurinn mældist á 184 kílómetra hraða, sem er rúmlega tvöfaldur hámarkshraði. Hann var sviptur ökurétti á staðnum og bíður málsmeðferðar á ákærusviði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. 63 voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu í vikunni. Ökumaðurinn sem ók hraðast var sá sem getið var hér á undan en að auki var erlendur ferðamaður stöðvaður á 154 kílómetra hraða 13. júlí. Þriðji ökumaðurinn ók á 147 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi við Rauðalæk 14. júlí.

Þá voru þrettán umferðaróhöpp eða slys tilkynnt til lögreglu í liðinni viku, þar af fimm í sveitarfélaginu Hornafirði. Þann 18. júlí féll ökumaður af hjóli sínu á vegakafla austan Péturseyjar þar sem unnið er að vegagerð. Hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Grunur er um að hann sé fótbrotinn. 

Sama dag fóru viðbragðsaðilar í Skaftárdal þar sem maður slasaðist þegar fjórhjól sem hann ók valt. Hann fluttur til aðhlynningar á sjúkrastofnun en upplýsingar um meiðsl hans liggja ekki fyrir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.