Sport

Greindist með veiruna og mun ekki keppa á Ólympíu­leikunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Coco Gauff á Wimbledon.
Coco Gauff á Wimbledon. EPA-EFE/NEIL HALL

Coco Gauff, ein af vonarstjörnum tennisheimsins, mun ekki keppa á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í mánuðinum í Tókýó í Japan.

Hin 17 ára gamla Coco Gauff hefur bæst við fjölda tennisspilara sem hafa þurft að draga sig úr keppni þar sem hún greindist með kórónuveiruna. Hún staðfesti þetta sjálfs á samfélagsmiðlum.

„Mér þykir leitt að tilkynna að ég greindist með Covid-19 og mun því ekki geta tekið þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það hefur alltaf verið draumur minn að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum. Vonandi verða fleiri tækifæri til þess í framtíðinni,“ sagði Gauff á Twitter-síðu sinni.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gauff gert það gott undanfarin tvö ár og situr í 25. sæti heimslistans.

Hún er ekki fyrsta nafnið sem þarf að draga sig úr keppni en stórstjörnur á borð við Serenu Williams, Simona Halep, Roger Federer og Rafael Nadal munu ekki keppa á leikunum í ár.


Tengdar fréttir

Roger Federer verður ekki með á Ólympíuleikunum

Einn besti tenniskappi heims, Roger Federer, gaf það út fyrr í dag að hann yrði ekki með á Ólympíuleikunum í Tókýó sem hefjast eftir tíu daga. Federer er meiddur á hné og getur því ekki tekið þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×