Tárvot Serena þurfti að hætta leik á Wimbledon vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2021 09:32 Serena Williams rann á sleipum vellinum og þurfti að draga sig úr keppni. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Serena Williams nær ekki sínum 24. risatitli á Wimbledon í ár en hún þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla í sjöundu lotu gegn Aliaksandra Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi. Hin 39 ára gamla Serena er á eftir sínum 24. sigri á risamóti í tennis en með því myndi hún jafna met Margaret Court. Serena var til alls líkleg á Wimbledon en hún meiddist í sjöundu lotu leiksins, staðan þá 3-3. Hún fór af velli til að fá meðhöndlun en sneri aftur á völlinn. Hún haltraði hins vegar og gat engan veginn haldið áfram að spila. Hún gaf leikinn á endanum og þakkaði áhorfendunum sem höfðu reynt að hvetja hana áfram. Poise and grace in the most trying of circumstances.#Wimbledon pic.twitter.com/6O6dvpReXi— Wimbledon (@Wimbledon) June 29, 2021 „Að þurfa hætta leik vegna meiðsla á hægri fæti braut í mér hjartað. Ég er þakklát áhorfendunum og teyminu sem gerir Centre Court [á Wimbledon] að svona mögnuðum stað. Að finna fyrir hlýju og stuðning áhorfenda þegar ég labbaði af velli gerði mikið fyrir mig,“ sagði Serena í færslu á Instagram-síðu sinni eftir meiðslin. Serena rann á sama stað og Adrian Mannarino hafði gert klukkutíma áður er hann þurfti að gefa leik sinn gegn Roger Federer. Serena hefur ekki enn náð að jafna met Court þrátt fyrir að komast í fjóra úrslitaleiki frá því hún sneri aftur eftir barnsburð – og fékk í kjölfarið blóðtappa – fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) Þessi ótrúlega keppnismanneskja er ekki þekkt fyrir að leggja árar í bát en hún verður fertug síðar á árinu og það er ljóst að tíminn er ekki vinur hennar þegar kemur að því að jafna þetta ótrúlega met. Tennis Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Sjá meira
Hin 39 ára gamla Serena er á eftir sínum 24. sigri á risamóti í tennis en með því myndi hún jafna met Margaret Court. Serena var til alls líkleg á Wimbledon en hún meiddist í sjöundu lotu leiksins, staðan þá 3-3. Hún fór af velli til að fá meðhöndlun en sneri aftur á völlinn. Hún haltraði hins vegar og gat engan veginn haldið áfram að spila. Hún gaf leikinn á endanum og þakkaði áhorfendunum sem höfðu reynt að hvetja hana áfram. Poise and grace in the most trying of circumstances.#Wimbledon pic.twitter.com/6O6dvpReXi— Wimbledon (@Wimbledon) June 29, 2021 „Að þurfa hætta leik vegna meiðsla á hægri fæti braut í mér hjartað. Ég er þakklát áhorfendunum og teyminu sem gerir Centre Court [á Wimbledon] að svona mögnuðum stað. Að finna fyrir hlýju og stuðning áhorfenda þegar ég labbaði af velli gerði mikið fyrir mig,“ sagði Serena í færslu á Instagram-síðu sinni eftir meiðslin. Serena rann á sama stað og Adrian Mannarino hafði gert klukkutíma áður er hann þurfti að gefa leik sinn gegn Roger Federer. Serena hefur ekki enn náð að jafna met Court þrátt fyrir að komast í fjóra úrslitaleiki frá því hún sneri aftur eftir barnsburð – og fékk í kjölfarið blóðtappa – fyrir þremur árum. View this post on Instagram A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) Þessi ótrúlega keppnismanneskja er ekki þekkt fyrir að leggja árar í bát en hún verður fertug síðar á árinu og það er ljóst að tíminn er ekki vinur hennar þegar kemur að því að jafna þetta ótrúlega met.
Tennis Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn