Innlent

Tvær verslanir í Kringlunni lokaðar vegna smits

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tvær verslanir í Kringlunni voru lokaðar í dag, vegna smitaðra starfsmanna.
Tvær verslanir í Kringlunni voru lokaðar í dag, vegna smitaðra starfsmanna. Vísir/Vilhelm

Verslun Eymundssonar í Kringlunni var lokuð í dag eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónuveiruna í gær. Stefnt er að því að verslunin verði opin á morgun.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins. Fyrr í dag var greint frá því að smit hefði komið upp í starfsmannahópi Nexus, og að báðum verslunum fyrirtækisins hefði verið lokað í dag. Verslanirnar eru staðsettar í Glæsibæ og Kringlunni.

RÚV hefur eftir yfirmanni Eymundsson að stefnt sé að því að opna verslunina aftur á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×