Innlent

Banna dróna­flug í námunda við banda­rískt her­skip í Reykja­vík

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bannað verður að fljúga drónum í kringum þetta skip.
Bannað verður að fljúga drónum í kringum þetta skip. Jason R. Zalasky

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að leggja bann við flugi dróna og annarra fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði vegna komu bandaríska herskipsins USS Roosevelt hingað til lands. Skipið mun leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt ákvörðun ríkislögreglustjóra verður óheimilt að fljúga dróna, eða fjarstýrðu loftfari, innan við 400 metra radíuss frá skipinu, bæði meðan það er innan íslenskrar landhelgi og meðan það liggur við bryggju.

Bannið verður í gildi frá 18. júlí til og með 22. júlí, allan sólarhringinn.

Skipið, sem fór jómfrúarferð sína árið 1999, er tundurspillir og hefur verið í notkun bandaríska sjóhersins frá árinu 2000. Skipið var meðal annar notað í aðgerð sérsveita sjóhersins (Navy SEALs) árið 2014, þegar ráðist var um borð í olíutankskipið Morning Glory, sem hafði verið tekið yfir af vopnuðum skæruliðum undan ströndum Kýpur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.