Lífið

Irina Shayk vill ekki sam­band með Kanye West

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Irina Shayk vill ekki fara í samband með Kanye West. Slúðurmiðlar hafa velt því fyrir sér síðustu daga hvort þau séu nýtt par.
Irina Shayk vill ekki fara í samband með Kanye West. Slúðurmiðlar hafa velt því fyrir sér síðustu daga hvort þau séu nýtt par. Samsett

Ofurfyrirsætan Irina Shayk er ekki sögð vilja fara í samband með tónlistarmanninum Kanye West. Hún kunni þó vel við hann sem vin.

Samkvæmt heimildum Page Six á West að hafa boðið Shayk með sér til Parísar á tískusýningu á dögunum. Shayk á að hafa hafnað því boði sökum þess að hún vildi ekki að það liti út fyrir að þau ættu í ástarsambandi.

Shayk er sögð vera ánægð með að vera einhleyp og ekki í leit að sambandi.

Slúðurmiðlar hafa velt því fyrir sér hvort Shayk og West séu eitthvað meira en bara vinir, eftir að þau sáust saman í Frakklandi í júní við afmælisfögnuð West. Sú virðist ekki vera raunin en Shayk var aðeins ein af fimmtíu gestum í afmælinu.

Shayk og West hafa verið vinir í mörg ár og var hún ein af fyrirsætum tískuvörumerkis hans, Yeezy. Þá lék hún einnig í myndbandi West við lagið Power árið 2010 og kom nafn hennar fram í texta West við annað lag.

Shayk var áður í sambandi með leikaranum Bradley Cooper og eiga þau saman eina dóttur. Þar á undan var hún í sambandi við fótboltakappann Christiano Ronaldo.

Eins og frægt er var West giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Kim Kardashian og eiga þau saman fjögur börn. Kardashian sótti um skilnað í febrúar á þessu ári.


Tengdar fréttir

Kanye West eyddi afmælinu með Irinu Shayk

Kanye West hélt upp á 44 ára afmælið sitt á þriðjudag ásamt hópi fólks í Frakklandi. Með honum var rússneska fyrirsætan Irena Shayk. 

Kim Kardashian hefur sótt um skilnað

Kim Kardashian West er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, rapparanum Kanye West. Hún fari fram á sameiginlegt forræði yfir fjórum börnum þeirra þar sem þau vilji skilja í sátt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.