Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 07:04 Ólöf Tara birtir mynd af kröfubréfunum og á henni að skilja að hún ætli ekki að verða við kröfunni. Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. Ólöf Tara birti mynd af kröfubréfinu á Twitter í gærkvöldi þar sem fram kemur að Ólöf Tara sé krafin um afsökunarbeiðni, miskabætur og lögmannskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Ingólf á Facebook og Twitter þann 28. júní síðastliðinn. Ummælin sem Ólöf Tara lét falla, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að séu ærumeiðandi og varða við 235. grein almennra hegningarlaga, eru eftirfarandi: „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ Vísar hún til ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að Ingólfur sæi um Brekkusönginn, ákvörðun sem nefndin féll síðar frá. Krafin um tvær milljónir króna Þess er krafist að Ólöf Tara biðji Ingólf skriflega afsökunar og birti afsökunarbeiðnina jafnt á Facebook sem Twitter. Þá er Ólöf Tara krafin um að fjarlægja ummælin, greiða Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar upp á 250 þúsund krónur - að meðtöldum virðisaukaskatti. Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt. (Mynd af kröfubréfi). pic.twitter.com/q48bTbRrtv— Ólöf Tara (@OlofTara) July 14, 2021 Ólöf Tara hefur frest til 19. júlí til að verða við kröfunum en ella áskilur Ingólfur sér rétt til að höfða mál gegn henni. Ólöf Tara hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og vakti athygli þegar hún gerði opinberlega athugasemdir við að ekki væri fjallað um ásakanir á hendur Sölva Tryggvasyni í fjölmiðlum. Fréttablaðið stendur við fréttir sínar Fjórir til viðbótar hafa fengið kröfubréf þeirra á meðal Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu. Er hún krafin um þrjár milljónir króna vegna fréttaskrifa sinna. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tjáði Vísi í gær að blaðið stæði við frétt sína. Þá var Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn fimmmenninganna, afdráttarlaus í yfirlýsingu í gær. Hann sagðist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði, bæðist ekki afsökunar á neinu og sagði gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um sé að ræða hið ljótasta mál. Auk þeirra þriggja hafa Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, og Edda Falak einkaþjálfari fengið kröfubréf. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Haraldur hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter í fyrra. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Ólöf Tara birti mynd af kröfubréfinu á Twitter í gærkvöldi þar sem fram kemur að Ólöf Tara sé krafin um afsökunarbeiðni, miskabætur og lögmannskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Ingólf á Facebook og Twitter þann 28. júní síðastliðinn. Ummælin sem Ólöf Tara lét falla, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að séu ærumeiðandi og varða við 235. grein almennra hegningarlaga, eru eftirfarandi: „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ Vísar hún til ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að Ingólfur sæi um Brekkusönginn, ákvörðun sem nefndin féll síðar frá. Krafin um tvær milljónir króna Þess er krafist að Ólöf Tara biðji Ingólf skriflega afsökunar og birti afsökunarbeiðnina jafnt á Facebook sem Twitter. Þá er Ólöf Tara krafin um að fjarlægja ummælin, greiða Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar upp á 250 þúsund krónur - að meðtöldum virðisaukaskatti. Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt. (Mynd af kröfubréfi). pic.twitter.com/q48bTbRrtv— Ólöf Tara (@OlofTara) July 14, 2021 Ólöf Tara hefur frest til 19. júlí til að verða við kröfunum en ella áskilur Ingólfur sér rétt til að höfða mál gegn henni. Ólöf Tara hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og vakti athygli þegar hún gerði opinberlega athugasemdir við að ekki væri fjallað um ásakanir á hendur Sölva Tryggvasyni í fjölmiðlum. Fréttablaðið stendur við fréttir sínar Fjórir til viðbótar hafa fengið kröfubréf þeirra á meðal Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu. Er hún krafin um þrjár milljónir króna vegna fréttaskrifa sinna. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tjáði Vísi í gær að blaðið stæði við frétt sína. Þá var Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn fimmmenninganna, afdráttarlaus í yfirlýsingu í gær. Hann sagðist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði, bæðist ekki afsökunar á neinu og sagði gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um sé að ræða hið ljótasta mál. Auk þeirra þriggja hafa Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, og Edda Falak einkaþjálfari fengið kröfubréf. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Haraldur hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter í fyrra.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23