Innlent

Fimm smit utan sóttkvíar og á annað hundrað í sóttkví

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Röð í Covid 19 bólusetningu með Aztrazenica í Laugardalshöll
Röð í Covid 19 bólusetningu með Aztrazenica í Laugardalshöll Foto: Vilhelm Gunnarsson

Í gær greindust fimm COVID-19 smit innanlands, allir utan sóttkvía, þrír eru full bólusettir en tveir ekki bólusettir að fullu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Þar segir að smitrakning standi yfir og að líklegt sé að á annað hundrað manns muni fara í sóttkví vegna þessa.

„Það er ljóst að það er samfélagslegt smit á landinu og því er gríðarlega mikilvægt að allir fari varlega á næstu dögum og vikum, líka þeir sem eru bólusettir því augljóst er að þeir aðilar geta áfram smitast af COVID-19,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir ennfremur að sérstaklega mikilvægt sé að farið sé varlega í umgengni við viðkvæma einstaklinga sem gætu veikst alvarlega af COVID-19 jafnvel þó að þeir séu bólusettir.

„Þau smit sem hafa komið upp undanfarna daga hafa tengingar við skemmtanalífið, stóra fjölskyldu- og vinaviðburði. Almannavarnir hvetja alla til að halda áfram að passa upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir og fara í sýnatöku við minnstu einkenni, bæði bólusettir einstaklingar og óbólusettir.“

Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í fyrradag. Báðir voru bólusettir. Annað af þesssum Covid-smitum sem greindust utan sóttkvíar í fyrradag er rakið til skemmtanalífsins, meðal annars til skemmtistaðarins Bankastræti Club.


Tengdar fréttir

Biðla til fólks að fara varlega á stórum mannamótum fram undan

Búist er við mikilli mannmergð á Austurlandi næstu tvær vikur enda fara þar fram þrjár stórar bæjarhátíðir. Aðgerðastjórn vegna Covid-19 á Austurlandi hefur því biðlað til fólks að fara varlega og huga að persónubundnum smitvörnum.

Smit rakið til Bankastræti Club

Annað tveggja Covid-smita sem greindust utan sóttkvíar í gær er rekið til skemmtanalífsins, meðal annars til skemmtistaðarins Bankastræti Club.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.