Bíó og sjónvarp

Loki Lauf­eyjar­son fær aðra seríu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Loki Laufeyjarson fær aðra seríu á Disney+.
Loki Laufeyjarson fær aðra seríu á Disney+. Disney

Hrekkjaguðinn Loki Laufeyjarson mun fá aðra sjónvarpsþáttaseríu hjá Marvel en lokaþáttur fyrstu seríunnar kom út í dag. Tilkynnt var um að önnur sería verði framleidd í kreditsenunni í lokaþættinum.

Í miðri kreditsenunni birtist mynd af skjalamöppu sem á stóð „Loki kemur aftur í annarri seríu“ en ekkert fleira var tilkynnt í senunni.

Þættirnir eru framleiddir af Marvel og fylgja Loka í kjölfar atburðanna sem gerast í myndinni Avengers, eða útgáfu þeirrar atburðarásar sem fer fram í Avengers End Game… já, þetta er dálítið flókið.

Lokar er fylgt eftir að hann er handtekinn af tímastjórnunarstofnun (e. Time Variance Authority) sem rannsakar og kemur í veg fyrir tímaglæpi. Þættirnir hafa fengið mjög góðar viðtökur og sett var met í Bandaríkjunum yfir áhorf á fyrsta þáttinn, það er meðal Marvel þáttanna sem komið hafa út á streymisveitu Disney+.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.