Innlent

Barn missti meðvitund í sundlauginni á Flúðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá sundlauginni á Flúðum.
Frá sundlauginni á Flúðum. Fludir.is

Barn var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík í gær eftir að hafa fest sig í stiga í sundlauginni á Flúðum og misst meðvitund.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu í tilkynningu og segir slysið hafa orðið eftir miðjan dag í gær. Nærstaddir hafi með snarræði náð að losa barnið og með skyndihjálpakunnáttu sinni komið því til meðvitundar á ný.

Barnið er nú á sjúkrahúsi en upplýsingar um líðan liggja að sögn lögreglu ekki fyrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×