Innlent

Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér sést gusast úr gígnum í gær. Skjáskotið er tekið úr vefmyndavél Vísis.
Hér sést gusast úr gígnum í gær. Skjáskotið er tekið úr vefmyndavél Vísis. Skjáskot

Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 

Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að gat sé neðst í gígnum, þar sem hraun renni niður í Meradali, og þá nái gusurnar allt að tuttugu metra upp í loft þegar mest lætur. Hraun slettist nú upp úr gígnum í um tíu mínútur í senn að sögn Bjarka, með allt að kortershléum á milli stróka.

„Það er örlítið lengra núna milli þessara púlsa sem hafa verið í gangi frá föstudagskvöldinu en það er enn í gangi og í morgunsárið var hægt að sjá gossvæðið og sjá í rautt frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Bjarki.

„Hraun hefur runnið niður í Meradali í alla nótt frá gígnum sjálfum. Við höfum ekki orðið vör við að það renni annars staðar frá, nema kannski rennur í einhverjum lokuðum rásum einhvers staðar. Við vorum búin að sjá myndir í gær og myndband af gígnum sjálfum og það er gat neðst í gígnum. Það er úr þessu gati sem rennur niður úr Meradölum og svo auðvitað slettist eitthvað úr gígnum sjálfum en við höldum að þetta fari að mestu leyti í gegnum þetta gat.“

Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá gosinu úr vefmyndavél Vísis.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.