Innlent

Tækniskólinn í Hafnar­fjörð

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Tækniskólinn á Skólavörðuholti. Spurning hvaða starfsemi tekur við í  þessu sögufræga húsnæði.
Tækniskólinn á Skólavörðuholti. Spurning hvaða starfsemi tekur við í  þessu sögufræga húsnæði. VÍSIR/PJETUR

Fram­­tíðar­­lausn á hús­­næðis­vanda Tækni­­­skólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sam­mælst um hana. Hún er í formi nýs hús­­næðis við Suður­höfnina í Hafnar­­firði.

Full­­trúar ríkis­­stjórnarinnar, bæjar­yfir­­valda í Hafnar­­firði og Tækni­­­skólans undir­­­rituðu vilja­yfir­­­lýsingu um að byggja slíkt hús­­næði undir skólann í gær.

„Þörf Tækni­­­skólans fyrir nýtt hús­­næði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuð­­borgar­­svæðið,“ segir í til­­­kynningu frá ráðu­neytum um málið.

Við undirritunina í gær. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Egill Jónsson, stjórnarformaður Tækniskólans.stjórnarráðið

Eins og er starfar skólinn í átta byggingum, sumum í Hafnar­­firði, öðrum niðri í mið­bæ og meira að segja einu í Grafar­vogi.

„Með nýrri skóla­byggingu er ætlunin að sam­eina starf­­semina undir einu þaki, í nú­­tíma­­legu hús­­næði sem upp­­­fyllir þarfir skólans og nem­enda hans,“ segir í til­­­kynningunni.

Hafnarfjarðarbær gefur fría lóð án kvaða

Í vilja­yfir­­­lýsingunni sam­­mælast yfir­­völd um að skipa full­­trúa í verk­efna­­stjórn, skoða vel fyrir­­­liggjandi þar­fa­­greiningar og til­­lögur um fyrir­­komu­lag eignar­halds og fjár­­mögnun verk­efnisins.

Hafnar­fjarðar­bær stað­­festir með vilja­yfir­­­lýsingunni vilja sinn til að leggja fram stofn­fjár­­fram­lag frá bænum í formi lóðar án kvaða og gjalda á­­samt beinu fjár­­fram­lagi sam­­kvæmt nánara sam­komu­lagi.

Stefnt er að því að niður­­­stöður úr greiningar­vinnu liggi fyrir í lok nóvember í ár.

„Þetta er mikill gleði­­dagur, því nú­verandi skóla­byggingar dreifast um höfuð­­borgar­­svæðið og eru allt að 75 ára gamlar. Nú byggjum við til fram­­tíðar og styðjumst við hug­­mynda­­fræði sem hefur reynst vel um allan heim. Við höfum undir­­búið verk­efnið vel og erum sann­­færð um að ný skóla­bygging muni stór­efla starfs- og tækni­­­nám í landinu,“ er haft eftir Agli Jóns­­syni, for­manni stjórnar Tækni­­­skólans í til­­­kynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×