Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 23:02 Parið sleit samvistum á síðasta ári. Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Ingólfur hefur verið sakaður um að hafa áreitt og beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi yfir langt tímabil. Hann hafnar ásökununum og segist ætla að leita réttar síns. „Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstakling. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni en hún starfar sem förðunarfræðingur hjá RÚV og í Borgarleikhúsinu. „Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér.“ Þar vísar Rakel til nafnlausra frásagna sem hópurinn Öfgar birti á samfélagsmiðlinum Tik Tok um síðustu helgi. Vill skila skömminni „Mér líður einhvernveginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Rakel sem nefnir Ingólf þó hvergi á nafn í færslunum. Þó fer ekki milli mála að um hann sé að ræða. Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Rakel og Ingólfur hafi lokið sex ára sambandi sínu. Rakel segist nú vilja skila skömminni og standa með þolendum ofbeldis. „Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt en ég er að læra það að ég má taka pláss, þessar tilfinningar skipta máli og ég má segja hvernig mér líður. Létta á þessum þunga,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni. „Ég ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti og segja til um hvað sé rétt og rangt. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi“ Þjóðhátíðarnefnd ÍBV tilkynnti á mánudag að Ingólfur muni ekki annast brekkusönginn á næstu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum líkt og til stóð. Hann sagði skömmu seinna í samtali við fréttastofu að hann væri afar ósáttur með ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og væri farinn að leita réttar síns vegna hennar. Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ingólfur hefur verið sakaður um að hafa áreitt og beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi yfir langt tímabil. Hann hafnar ásökununum og segist ætla að leita réttar síns. „Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstakling. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni en hún starfar sem förðunarfræðingur hjá RÚV og í Borgarleikhúsinu. „Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér.“ Þar vísar Rakel til nafnlausra frásagna sem hópurinn Öfgar birti á samfélagsmiðlinum Tik Tok um síðustu helgi. Vill skila skömminni „Mér líður einhvernveginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Rakel sem nefnir Ingólf þó hvergi á nafn í færslunum. Þó fer ekki milli mála að um hann sé að ræða. Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Rakel og Ingólfur hafi lokið sex ára sambandi sínu. Rakel segist nú vilja skila skömminni og standa með þolendum ofbeldis. „Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt en ég er að læra það að ég má taka pláss, þessar tilfinningar skipta máli og ég má segja hvernig mér líður. Létta á þessum þunga,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni. „Ég ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti og segja til um hvað sé rétt og rangt. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi“ Þjóðhátíðarnefnd ÍBV tilkynnti á mánudag að Ingólfur muni ekki annast brekkusönginn á næstu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum líkt og til stóð. Hann sagði skömmu seinna í samtali við fréttastofu að hann væri afar ósáttur með ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og væri farinn að leita réttar síns vegna hennar.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25