Fjórði orkupakkinn, grænir skattar og kyn ofarlega í huga Sigmundar Davíðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 11:28 Sigmundur Davíð lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir fyrir ráðherra Íslands í gær. Fjórði orkupakkinn, fjöldi kynja og ferðagjöf voru meðal fyrirspurnamála. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og alþingismaður, lét hendur standa fram úr ermum í gær en hann lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir til ráðherra. Fyrirspurnirnar eru margvíslegar, þar á meðal hvað forsætisráðherra telji mörg kyn vera til, hvort fjórði orkupakki Evrópusambandsins liggi fyrir og svo fram eftir götunum. Blásið var til aukafundar á Alþingi í gær þar sem gleymdist að samþykkja lög um óbreytt stafakerfi í komandi kosningum. Það er að kjósi fólk Sjálfstæðisflokkinn setji það X við D, kjósi það Samfylkinguna setji það X við S og svo framvegis. Sigmundur greip þá tækifærið og lagði fyrirspurnir fyrir átta ráðherra ríkisstjórnarinnar. Óskaði hann eftir skriflegu svari við þeim öllum en enn hefur svar ekki borist við neinni fyrirspurnanna, enda aðeins sólarhringur frá því þær voru lagðar fram. Eins og fyrr segir eru fyrirspurnirnar af margvíslegum toga. Spyr hann til dæmis Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hvers vegna ekki hafi verið komið í veg fyrir að sjúklingar séu sendir til útlanda í aðgerðir sem hægt hefði verið að framkvæma hér á landi. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn til hennar um það hvernig neysluskammtur fíkniefna sé skilgreindur og hvort sá skammtur sé flokkaður eftir ólíkum tegundum fíkniefna. Fjórði orkupakkinn og fjöldi kynja „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ spyr Sigmundur forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Katrín fékk einnig frá honum fyrirspurn um endurbyggingu á Seyðisfirði, það er hver aðkoma ríkisins verði að þeirri uppbyggingu eftir aurskriðurnar í vetur. Margir muna eflaust eftir umræðum þingsins um þriðja orkupakkann, sem tröllreið samfélaginu fyrir tveimur árum síðan. Sigmundur er þegar farinn að velta fyrir sér þeim fjórða. „Liggur fjórði orkupakki Evrópusambandsins fyrir og ef svo er, hverjar eru helstu breytingar frá þriðja orkupakkanum,“ spyr Sigmundur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, feðramála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís fékk einnig frá honum fyrirspurn um ferðagjöfina, sem Íslendingar hafa fengið afhenta að öðru sinni frá því að faraldurinn byrjaði hér á landi. „Hver tók ákvörðun um að ferðaávísun sú sem send var öllum fullorðnum Íslendingum skyldi kölluð ferðagjöf? Er það afstaða ráðherra að ef skattgreiðslum er skilað til skattgreiðenda að um gjöf sé að ræða?“ Grænir skattar og kostnaður við Borgarlínu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk fyrirspurn þess efnis hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að undirbúa vörn fyrir Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Hafnarfjörð eða önnur byggðarlög í grennd við eldvirk svæði á Suðurnesjum þar sem líkur á aukinni eldvirkni séu á svæðinu. Fyrir félags- og barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, lagði hann fram fyrirspurnir um móttöku flóttafólks hér á landi. „Ef komið verður á samræmdri móttöku flóttafólks, munu þeir sem höfðu áður fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum eiga rétt á sömu þjónustu og kvótaflóttamenn og hversu langt aftur munu þau réttindi gilda?“ spyr Sigmundur. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn um það hver áætlaður aukinn kostnaður við að veita þeim sem fá hér alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum sömu þjónustu og kvótaflóttamönnum. „Hversu margir „grænir skattar“ eða önnur gjöld sem tengjast umhverfismálum hafa verið lagðir á eða hækkaðir á þessu kjörtímabili og hversu oft hafa gjöldin hækkað?“ spurði Sigmundur Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Þá lagði hann fyrirspurn fyrir Bjarna um heildarkostnað ríkisins af framkvæmdum við Borgarlínu og rekstur hennar og annarra almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Þá lagði Sigmundur fram fyrirspurn til Bjarna um hvað hafi verið gert til að vernda eða gera upp læknisbústaðinn á Vífilsstöðum. Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Blásið var til aukafundar á Alþingi í gær þar sem gleymdist að samþykkja lög um óbreytt stafakerfi í komandi kosningum. Það er að kjósi fólk Sjálfstæðisflokkinn setji það X við D, kjósi það Samfylkinguna setji það X við S og svo framvegis. Sigmundur greip þá tækifærið og lagði fyrirspurnir fyrir átta ráðherra ríkisstjórnarinnar. Óskaði hann eftir skriflegu svari við þeim öllum en enn hefur svar ekki borist við neinni fyrirspurnanna, enda aðeins sólarhringur frá því þær voru lagðar fram. Eins og fyrr segir eru fyrirspurnirnar af margvíslegum toga. Spyr hann til dæmis Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hvers vegna ekki hafi verið komið í veg fyrir að sjúklingar séu sendir til útlanda í aðgerðir sem hægt hefði verið að framkvæma hér á landi. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn til hennar um það hvernig neysluskammtur fíkniefna sé skilgreindur og hvort sá skammtur sé flokkaður eftir ólíkum tegundum fíkniefna. Fjórði orkupakkinn og fjöldi kynja „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ spyr Sigmundur forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Katrín fékk einnig frá honum fyrirspurn um endurbyggingu á Seyðisfirði, það er hver aðkoma ríkisins verði að þeirri uppbyggingu eftir aurskriðurnar í vetur. Margir muna eflaust eftir umræðum þingsins um þriðja orkupakkann, sem tröllreið samfélaginu fyrir tveimur árum síðan. Sigmundur er þegar farinn að velta fyrir sér þeim fjórða. „Liggur fjórði orkupakki Evrópusambandsins fyrir og ef svo er, hverjar eru helstu breytingar frá þriðja orkupakkanum,“ spyr Sigmundur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, feðramála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þórdís fékk einnig frá honum fyrirspurn um ferðagjöfina, sem Íslendingar hafa fengið afhenta að öðru sinni frá því að faraldurinn byrjaði hér á landi. „Hver tók ákvörðun um að ferðaávísun sú sem send var öllum fullorðnum Íslendingum skyldi kölluð ferðagjöf? Er það afstaða ráðherra að ef skattgreiðslum er skilað til skattgreiðenda að um gjöf sé að ræða?“ Grænir skattar og kostnaður við Borgarlínu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fékk fyrirspurn þess efnis hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að undirbúa vörn fyrir Grindavík, Voga á Vatnsleysuströnd, Hafnarfjörð eða önnur byggðarlög í grennd við eldvirk svæði á Suðurnesjum þar sem líkur á aukinni eldvirkni séu á svæðinu. Fyrir félags- og barnamálaráðherra, Ásmund Einar Daðason, lagði hann fram fyrirspurnir um móttöku flóttafólks hér á landi. „Ef komið verður á samræmdri móttöku flóttafólks, munu þeir sem höfðu áður fengið alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum eiga rétt á sömu þjónustu og kvótaflóttamenn og hversu langt aftur munu þau réttindi gilda?“ spyr Sigmundur. Þá lagði hann einnig fram fyrirspurn um það hver áætlaður aukinn kostnaður við að veita þeim sem fá hér alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum sömu þjónustu og kvótaflóttamönnum. „Hversu margir „grænir skattar“ eða önnur gjöld sem tengjast umhverfismálum hafa verið lagðir á eða hækkaðir á þessu kjörtímabili og hversu oft hafa gjöldin hækkað?“ spurði Sigmundur Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Þá lagði hann fyrirspurn fyrir Bjarna um heildarkostnað ríkisins af framkvæmdum við Borgarlínu og rekstur hennar og annarra almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. Þá lagði Sigmundur fram fyrirspurn til Bjarna um hvað hafi verið gert til að vernda eða gera upp læknisbústaðinn á Vífilsstöðum.
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira