Kærastinn bað Unnar Eggerts á afmælisdaginn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júlí 2021 14:52 Kærasti Unnar Eggertsdóttur kom henni sannarlega á óvart á afmælisdaginn hennar. Instagram/Unnur Eggerts Leikkonan, skólastýran og hlaðvarpsstjórnandinn Unnur Eggertsdóttir hefur trúlofast kærasta sínum Travis. Unnur segir frá rómantísku bónorðinu í færslu á Instagram. Travis bar upp bónorðið á Loews hótelinu á Santa Monica strönd á afmælisdag Unnar í gær. Hún segir bónorðið hafa verið vel undirbúið. Hann hafði heyrt í vinkonu hennar, fengið vin þeirra til þess að tala myndir í laumi og þá var hann einnig búinn að heimsækja hótelið nokkrum sinnum til þess að passa að tímasetningin á sólsetrinu væri fullkomin. „Ég datt bara í feitasta lukkupott í heimi og ég elska tilvonandi eiginmann minn (!!) svo heitt að ég gæti sprungið,“ segir Unnur. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Parið byrjaði saman í byrjun árs 2019 og virðist Unnur ástfangin upp fyrir haus. „Það sem ég var heppin að finna hann innan um öll Tinder tröllin í LA. Travis kom inn í líf mitt eins og einhvers konar sexý sólargeisli,“ sagði Unnur í Instagram-færslu á tveggja ára sambandsafmæli þeirra í janúar. Parið bjó saman úti í Los Angeles þar sem Unnur starfaði sem leikkona. Unnur hefur þó dvalið á Íslandi síðastliðið ár á meðan Covid-19 stóð sem hæst og var parið því í fjarsambandi á meðan. Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona og birtist meðal annars í þáttunum Systrabönd og stuttmyndinni Sóttkví á þessu ári. Margir þekkja hana þó eflaust sem Sollu Stirðu úr Latabæ eða úr Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún tók þátt árið 2013 með lagið Ég syng. Unnur hafði í nægu að snúast í heimsfaraldrinum. Hún er annar tveggja þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Fantasíusvítan sem fjallar um þættina The Bachelor. Þá er hún einnig annar eigandi og skólastýra í Skýinu sem er skapandi skóli sem stofnaður var á síðasta ári. Unnur var viðmælandi í Einkalífinu fyrr á árinu. Tímamót Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Hulk Hogan er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Travis bar upp bónorðið á Loews hótelinu á Santa Monica strönd á afmælisdag Unnar í gær. Hún segir bónorðið hafa verið vel undirbúið. Hann hafði heyrt í vinkonu hennar, fengið vin þeirra til þess að tala myndir í laumi og þá var hann einnig búinn að heimsækja hótelið nokkrum sinnum til þess að passa að tímasetningin á sólsetrinu væri fullkomin. „Ég datt bara í feitasta lukkupott í heimi og ég elska tilvonandi eiginmann minn (!!) svo heitt að ég gæti sprungið,“ segir Unnur. View this post on Instagram A post shared by Unnur Eggertsdo ttir { } (@unnureggerts) Parið byrjaði saman í byrjun árs 2019 og virðist Unnur ástfangin upp fyrir haus. „Það sem ég var heppin að finna hann innan um öll Tinder tröllin í LA. Travis kom inn í líf mitt eins og einhvers konar sexý sólargeisli,“ sagði Unnur í Instagram-færslu á tveggja ára sambandsafmæli þeirra í janúar. Parið bjó saman úti í Los Angeles þar sem Unnur starfaði sem leikkona. Unnur hefur þó dvalið á Íslandi síðastliðið ár á meðan Covid-19 stóð sem hæst og var parið því í fjarsambandi á meðan. Unnur hefur getið sér gott orð sem leikkona og birtist meðal annars í þáttunum Systrabönd og stuttmyndinni Sóttkví á þessu ári. Margir þekkja hana þó eflaust sem Sollu Stirðu úr Latabæ eða úr Söngvakeppni Sjónvarpsins þar sem hún tók þátt árið 2013 með lagið Ég syng. Unnur hafði í nægu að snúast í heimsfaraldrinum. Hún er annar tveggja þáttastjórnenda í hlaðvarpsþættinum Fantasíusvítan sem fjallar um þættina The Bachelor. Þá er hún einnig annar eigandi og skólastýra í Skýinu sem er skapandi skóli sem stofnaður var á síðasta ári. Unnur var viðmælandi í Einkalífinu fyrr á árinu.
Tímamót Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Hulk Hogan er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“