Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 21:21 Ólafía Kristín Norðfjörð. Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. Ólafía tók áður inn kvíðalyf og þegar hún sótti fyrst um inngöngu haustið 2019 var umsókn hennar hafnað vegna þessa. Hún hefur starfað sem lögreglukona frá byrjun árs 2019. Hún sagði frá því að umsókn hennar hefði verið samþykkt á Facebook fyrr í kvöld. Í samtali við Vísi segir hún lögreglumenn ekki eiga að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar ef þörf sé á. Ólafía segir það hafa tekið á að berjast fyrir þessu í tæp tvö ár og dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn. „Það voru gerðar breytingar á inntökuferlinu sem gerðu það að verkum að í rauninni var maður metinn meira sem einstaklingur. Eins og þetta var áður, um leið og sást að ég var að taka inn lyf eða hafði sótt mér aðstoð hvað varðar andlega heilsu, var manni eiginlega bolað út,“ segir Ólafía. „Núna í dag er þetta þannig að maður fær meiri séns, myndi ég segja, til að sýna hver þú ert.“ Þetta segir hún góða breytingu og telur hún þetta vera betra til framtíðar. Ólafía segir það hafa vakið spurningar hjá henni að hún fékk að vinna sem lögreglukona en ekki mennta sig sem slík. Eins og hún mætti ekki leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Hún segir það ákveðið tabú að ræða um andlega heilsu lögreglumanna. Það sé þó mjög mikilvægt að slík umræða sé opin og ætti það í raun við allar starfsstéttir. „Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir að leita okkur aðstoðar ef það gerist eitthvað og sækjast eftir aðstoðinni. Það hjálpar okkur.“ Hún segir lögreglumenn og konur mega sýna veikleika án þess að verða dæmd. Sjá eining: Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Ólafía segir baráttuna hafa verið langa en hún hafi verið þess virði. Nú fái hún loksins að gera það sem hana langi að gera og hún sjái framtíðina hjá lögreglunni. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri opni augun fyrir því að það er allt í lagi að vera lögreglumaður og leita sér aðstoðar ef maður þarf þess. Það þarf ekki að vera eitthvað feimnismál.“ Lögreglan Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Ólafía tók áður inn kvíðalyf og þegar hún sótti fyrst um inngöngu haustið 2019 var umsókn hennar hafnað vegna þessa. Hún hefur starfað sem lögreglukona frá byrjun árs 2019. Hún sagði frá því að umsókn hennar hefði verið samþykkt á Facebook fyrr í kvöld. Í samtali við Vísi segir hún lögreglumenn ekki eiga að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar ef þörf sé á. Ólafía segir það hafa tekið á að berjast fyrir þessu í tæp tvö ár og dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn. „Það voru gerðar breytingar á inntökuferlinu sem gerðu það að verkum að í rauninni var maður metinn meira sem einstaklingur. Eins og þetta var áður, um leið og sást að ég var að taka inn lyf eða hafði sótt mér aðstoð hvað varðar andlega heilsu, var manni eiginlega bolað út,“ segir Ólafía. „Núna í dag er þetta þannig að maður fær meiri séns, myndi ég segja, til að sýna hver þú ert.“ Þetta segir hún góða breytingu og telur hún þetta vera betra til framtíðar. Ólafía segir það hafa vakið spurningar hjá henni að hún fékk að vinna sem lögreglukona en ekki mennta sig sem slík. Eins og hún mætti ekki leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Hún segir það ákveðið tabú að ræða um andlega heilsu lögreglumanna. Það sé þó mjög mikilvægt að slík umræða sé opin og ætti það í raun við allar starfsstéttir. „Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir að leita okkur aðstoðar ef það gerist eitthvað og sækjast eftir aðstoðinni. Það hjálpar okkur.“ Hún segir lögreglumenn og konur mega sýna veikleika án þess að verða dæmd. Sjá eining: Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Ólafía segir baráttuna hafa verið langa en hún hafi verið þess virði. Nú fái hún loksins að gera það sem hana langi að gera og hún sjái framtíðina hjá lögreglunni. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri opni augun fyrir því að það er allt í lagi að vera lögreglumaður og leita sér aðstoðar ef maður þarf þess. Það þarf ekki að vera eitthvað feimnismál.“
Lögreglan Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira