Lífið

BBQ kóngurinn: Þríhyrningssteik með pico de gallo

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
BBQ kóngurinn sjálfur sýnir hvernig framreiða á girnilega Þríhyrningssteik í þættinum BBQ kóngurinn á Stöð 2. 
BBQ kóngurinn sjálfur sýnir hvernig framreiða á girnilega Þríhyrningssteik í þættinum BBQ kóngurinn á Stöð 2.  Skjáskot

„Ég er búinn að vera að vinna svolítið með ódýra vöðvar hérna heima og smakka þá alla. Rosalega gott kjöt ef maður sker það rétt. Þvert yfir vöðvaþræðina, þunnar sneiðar. Gott og bragðmikið!,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í þættinum BBQ kóngurinn á Stöð 2. 

Ef þið eruð eins og ég, að grilla allt árið, er gott að eiga í frystinum ódýra vöðva, þá minnkar ekki eins mikið í buddunni hjá manni.

Hér er hægt að nálgast klippu úr þættinum og fyrir neðan má sjá uppskriftina og aðferð.

Klippa: BBQ kóngurinn - Þríhyrningssteik með pico de gallo

Þríhyrningssteik með pico de gallo

 • Steik
  • 700 grömm þríhyrningssteik (tri-tip)
 • Tex-Mex krydd
  • 1 tsk chilliduft
  • 1 tsk broddkúmen
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 tsk þurrkað kóríander
  • 1 tsk salt
  • ½ tsk hvítlauksduft
  • ½ tsk þurrkað oregano
 • Pico de gallo:
  • 500 g tómatar
  • 1 gulur laukur
  • 1 stór ferskur jalapeno
  • 50 ml ferskur sítrónusafi
  • Lófafylli af fersku kóríander
  • Salt og pipar

Aðferð: 

 1. Kyndið grillið í 120 gráður.
 2. Kryddið steikina með Tex-Mex kryddblöndu.
 3. Grillið á óbeinum hita þar til þið náið 54 gráðum í kjarnhita. Látið hvíla í tíu mínútur.
 4. Skerið allt hráefnið í pico de gallo smátt og blandið saman í skál.
 5. Skerið kjötið í þunnar sneiðar, þvert á vöðvaþræðina, og sáldrið pico de gallo yfir.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar girnilegar uppskriftir úr fyrri þáttum en fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla fyrri þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.

Skirt steik

Úrbeinað og fyllt lambalæri


Tengdar fréttir

BBQ kóngurinn: Surf’n’turf á grillinu

Grillmeistarinn geðþekki Alfreð Fannar sýnir hvernig hann útbýr skemmtilega og girnilega grillrétti í þáttunum BBQ kóngurinn Á Stöð 2+. 

BBQ kóngurinn: Taco birria í steypujárnspotti

Það er fátt eins tilvalið í matarboðið eins og heimagert Taco. Í fjórða þætti BBQ kóngsins á Stöð 2 sýnir grillmeistarinn Alfreð Fannar skemmtilega uppskrift af Taco sem hann útfærir á grillinu. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.