Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:31 Britney Spears hefur ekki haft forræði yfir sjálfri sér í þrettán ár. Getty/Axelle Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. Þetta kemur fram í leynilegum dómsskjölum sem New York Times hefur undir höndum og greinir frá. Á þessum þrettán árum sem faðir Britney, Jamie Spears, hefur farið með fjárræði yfir henni hafa aðdáendur Britney lýst yfir miklum áhyggjum af velferð hennar. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna dómstólar telji að Britney sé enn ófær um að hugsa um sjálfa sig og fara með eigin mál þrátt fyrir að hún vinni enn fyrir sér og sé virk í tónlistarsenunni. Faðir hennar og aðrir sem farið hafa með forræði yfir henni hafa haldið því fram að forræðissviptingin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma, Britney hafi verið á mjög slæmum stað í lífinu og þurft á aðstoð aða halda. Þá sé henni alltaf frjálst að taka aftur við stjórninni. Það hafi jafnframt verið hennar val að halda sig úr sviðsljósinu og lifa lífi sínu í ró og næði. Svo virðist þó ekki vera, miðað við dómskjölin sem New York Times hefur undir höndum. Þar kemur fram að Britney, sem er 39 ára gömul í dag, hafi lýst yfir verulegri óánægju með forræðið sem faðir hennar hefur yfir henni. Hún hafi gert það ítrekað um árabil og haldið því fram að það takmarki stjórn hennar á sínu daglega lífi mun meira en forræðismenn hennar vilja meina, allt frá því með hverjum hún sé í sambandi og hvernig hún máli veggina heima hjá sér. „Hún er þreytt á því að vera notuð“ Í skýrslu sem rannsakandi á vegum dómstólanna skrifaði árið 2016 kemur fram að Britney hafi lengi sagt aðra hafa of mikla stjórn á lífi hennar. Forræðið yfir henni hafi verið notað sem kúgandi og stjórnandi afl í lífi hennar. Samkvæmt skýrslunni greindi Britney frá því í samtali við rannsakandann að hún vildi fá forræði aftur yfir sjálfri sér eins fljótt og hægt væri. „Hún er orðin þreytt á því að vera notuð og hún segir að hún vinni fyrir peningum sem fari til allra annarra í kring um hana,“ segir í skýrslunni. Þetta er ekki eina skiptið sem Britney hefur lýst yfir óánægju með forræðismálið en árið 2019 sagði hún í skýrslutöku hjá dómstólum að henni þætti forræðismenn hennar nýta sér stöðu sína til að neyða hana í meðferð á geðsjúkrahúsi og til að spila á tónleikum gegn hennar vilja. Jamie stjórnar 7 milljarða króna ríkidæmi Britney Frá árinu 2008 hefur faðir söngkonunnar, James P. Spears betur þekktur sem Jamie, farið með mest völd yfir lífi hennar. Á þeim tíma höfðu feðginin átt í erfiðu sambandi og má þar vísa til umfjöllunar heimildamyndarinnar Framing Britney Spears, þar sem fram kemur að á fyrstu árum ferils hennar hafi þau vart talast við. Jamie fékk forræði yfir Britney stuttu eftir að hún fékk taugaáfall og var tvisvar flutt á geðsjúkrahús til að gangast undir geðrænt mat, sem hún valdi ekki sjálf. Britney hafði glímt við mikinn geðrænan vanda vikurnar og mánuðina á undan, hún hafði misst forræði yfir tveimur sonum sínum, og höfðu margir áhyggjur af því að hún væri að misnota lyf. Í þessum nýju dómsgögnum kemur fram að Britney hafi lengi sett spurningamerki við hæfi föður hennar til að fara með forræði yfir henni. Til að mynda hafi lögmaður hennar, Samuel D. Ingham III, sagt í lokuðum réttarhöldum árið 2014 að Britney vildi að faðir hennar missti forræði yfir henni. Hún hafi meðal annars sagt að hann misnotaði áfengi og væri því ekki hæfur til að sinna þessu hlutverki. Þá greindi Ingham frá því fyrir dómi í fyrra að Britney væri hrædd við föður sinn, en hann hefur full völd yfir 60 milljóna Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna, ríkidæmi hennar. Britney mun koma fyrir dóm í dag í Los Angeles, en það hefur hún ekki gert í langan tíma. Óvíst er hvort hægt verði að greina frá því sem sagt verður í dómsalnum en talið er að samband hennar og Jamie verði meginefni dómshaldanna. Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. 4. maí 2021 16:41 Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59 Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Þetta kemur fram í leynilegum dómsskjölum sem New York Times hefur undir höndum og greinir frá. Á þessum þrettán árum sem faðir Britney, Jamie Spears, hefur farið með fjárræði yfir henni hafa aðdáendur Britney lýst yfir miklum áhyggjum af velferð hennar. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna dómstólar telji að Britney sé enn ófær um að hugsa um sjálfa sig og fara með eigin mál þrátt fyrir að hún vinni enn fyrir sér og sé virk í tónlistarsenunni. Faðir hennar og aðrir sem farið hafa með forræði yfir henni hafa haldið því fram að forræðissviptingin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma, Britney hafi verið á mjög slæmum stað í lífinu og þurft á aðstoð aða halda. Þá sé henni alltaf frjálst að taka aftur við stjórninni. Það hafi jafnframt verið hennar val að halda sig úr sviðsljósinu og lifa lífi sínu í ró og næði. Svo virðist þó ekki vera, miðað við dómskjölin sem New York Times hefur undir höndum. Þar kemur fram að Britney, sem er 39 ára gömul í dag, hafi lýst yfir verulegri óánægju með forræðið sem faðir hennar hefur yfir henni. Hún hafi gert það ítrekað um árabil og haldið því fram að það takmarki stjórn hennar á sínu daglega lífi mun meira en forræðismenn hennar vilja meina, allt frá því með hverjum hún sé í sambandi og hvernig hún máli veggina heima hjá sér. „Hún er þreytt á því að vera notuð“ Í skýrslu sem rannsakandi á vegum dómstólanna skrifaði árið 2016 kemur fram að Britney hafi lengi sagt aðra hafa of mikla stjórn á lífi hennar. Forræðið yfir henni hafi verið notað sem kúgandi og stjórnandi afl í lífi hennar. Samkvæmt skýrslunni greindi Britney frá því í samtali við rannsakandann að hún vildi fá forræði aftur yfir sjálfri sér eins fljótt og hægt væri. „Hún er orðin þreytt á því að vera notuð og hún segir að hún vinni fyrir peningum sem fari til allra annarra í kring um hana,“ segir í skýrslunni. Þetta er ekki eina skiptið sem Britney hefur lýst yfir óánægju með forræðismálið en árið 2019 sagði hún í skýrslutöku hjá dómstólum að henni þætti forræðismenn hennar nýta sér stöðu sína til að neyða hana í meðferð á geðsjúkrahúsi og til að spila á tónleikum gegn hennar vilja. Jamie stjórnar 7 milljarða króna ríkidæmi Britney Frá árinu 2008 hefur faðir söngkonunnar, James P. Spears betur þekktur sem Jamie, farið með mest völd yfir lífi hennar. Á þeim tíma höfðu feðginin átt í erfiðu sambandi og má þar vísa til umfjöllunar heimildamyndarinnar Framing Britney Spears, þar sem fram kemur að á fyrstu árum ferils hennar hafi þau vart talast við. Jamie fékk forræði yfir Britney stuttu eftir að hún fékk taugaáfall og var tvisvar flutt á geðsjúkrahús til að gangast undir geðrænt mat, sem hún valdi ekki sjálf. Britney hafði glímt við mikinn geðrænan vanda vikurnar og mánuðina á undan, hún hafði misst forræði yfir tveimur sonum sínum, og höfðu margir áhyggjur af því að hún væri að misnota lyf. Í þessum nýju dómsgögnum kemur fram að Britney hafi lengi sett spurningamerki við hæfi föður hennar til að fara með forræði yfir henni. Til að mynda hafi lögmaður hennar, Samuel D. Ingham III, sagt í lokuðum réttarhöldum árið 2014 að Britney vildi að faðir hennar missti forræði yfir henni. Hún hafi meðal annars sagt að hann misnotaði áfengi og væri því ekki hæfur til að sinna þessu hlutverki. Þá greindi Ingham frá því fyrir dómi í fyrra að Britney væri hrædd við föður sinn, en hann hefur full völd yfir 60 milljóna Bandaríkjadala, eða um 7 milljarða króna, ríkidæmi hennar. Britney mun koma fyrir dóm í dag í Los Angeles, en það hefur hún ekki gert í langan tíma. Óvíst er hvort hægt verði að greina frá því sem sagt verður í dómsalnum en talið er að samband hennar og Jamie verði meginefni dómshaldanna.
Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. 4. maí 2021 16:41 Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59 Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Ósátt með heimildarmyndir um líf hennar Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama. 4. maí 2021 16:41
Britney mun ávarpa dómara í júní Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi. 28. apríl 2021 13:59
Biður Britney Spears og Janet Jackson afsökunar Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið tónlistarkonurnar Britney Spears og Janet Jackson afsökunar vegna hegðunar hans í garð þeirra á fyrsta áratugi þessarar aldar. 12. febrúar 2021 18:06