Reyndu að svindla sér í bólusetningu með strikamerki frá öðrum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. júní 2021 16:00 Sindri Sindrason heimsótti Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur og fékk að sjá hvernig dagurinn fer af stað hjá henni. Ísland í dag Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er manneskjan á bak við bólusetningarnar. Hún hefur séð til þess að allt ferlið gangi vel frá a til ö. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Ragnheiðar á heimili hennar í Fossvoginum. Í innslaginu fær fólk að kynnast betur konunni sem sést hefur reglulega í öllum fjölmiðlum síðustu mánuði. „Það hefur verið mikill áhugi fyrir bólusetningum og við reynum að mæta því. Okkar lína hefur svolítið að vera með fjölmiðla með okkur og fólkið í landinu, við ætlum að gera þetta saman.“ Í innslaginu sagði Ragnheiður meðal annars frá því að hún er gift og þriggja barna móðir. Svo er hún nýorðin amma líka. Þegar Sindri kíkti í kaffi til Ragnheiðar klukkan átta um morgun var hún nú þegar búin að fara í vinnuna þar sem bóluefnaskammtar dagsins voru blandaðir. „Á stórum dögum erum við örugglega svona hundrað manns allt í allt og það eru þrjátíu til fjörutíu manns bara í að draga upp og blanda,“ útskýrir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk hefur sinnt mikilvægu verkefni í baráttunni gegn Covid-19.Vísir/ArnarHalldórs Stal strikamerki systur sinar „Þetta er búið að vera alveg fáránlegur tími. Verkefnin ofboðslega stór og fjölbreytt og fyrirsjáanleikinn enginn,“ segir Ragnheiður um þetta stóra verkefni. Þúsundir eru bólusettir alla virka daga og gengur mjög vel. Það hefur þó gerst að fólk hefur reynt að svindla sér fram fyrir röðina þegar kemur að bólusetningarfyrirkomulaginu. „Það er náttúrulega mikið kapp í fólki að fá bólusetningu. Það eru margar skemmtilegar sögur af fólki sem var að reyna að koma sér inn. Einu sinni kom inn kona sem hafði stolið strikamerkinu frá systur sinni. Fólk reynir ýmislegt,“ segir Ragnheiður og hlær. „Einu sinni tók ég á móti einum og þegar ég var að skanna hann inn þá stendur Guðný en þetta var ungur strákur á tvítugsaldri. Það stendur Guðný og átti að vera fædd 1945.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir Bjóða þeim sem hafa fengið Covid í bólusetningu 21. júní 2021 11:57 Bólusett með Janssen og Pfizer í vikunni Framundan er stór vika í bólusetningum en bólusett verður með bóluefnunum frá Janssen, Pfizer og AstraZeneca, það er að segja ef síðastnefnda berst í tæka tíð. 21. júní 2021 07:35 78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. 15. júní 2021 17:09 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Ragnheiðar á heimili hennar í Fossvoginum. Í innslaginu fær fólk að kynnast betur konunni sem sést hefur reglulega í öllum fjölmiðlum síðustu mánuði. „Það hefur verið mikill áhugi fyrir bólusetningum og við reynum að mæta því. Okkar lína hefur svolítið að vera með fjölmiðla með okkur og fólkið í landinu, við ætlum að gera þetta saman.“ Í innslaginu sagði Ragnheiður meðal annars frá því að hún er gift og þriggja barna móðir. Svo er hún nýorðin amma líka. Þegar Sindri kíkti í kaffi til Ragnheiðar klukkan átta um morgun var hún nú þegar búin að fara í vinnuna þar sem bóluefnaskammtar dagsins voru blandaðir. „Á stórum dögum erum við örugglega svona hundrað manns allt í allt og það eru þrjátíu til fjörutíu manns bara í að draga upp og blanda,“ útskýrir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk hefur sinnt mikilvægu verkefni í baráttunni gegn Covid-19.Vísir/ArnarHalldórs Stal strikamerki systur sinar „Þetta er búið að vera alveg fáránlegur tími. Verkefnin ofboðslega stór og fjölbreytt og fyrirsjáanleikinn enginn,“ segir Ragnheiður um þetta stóra verkefni. Þúsundir eru bólusettir alla virka daga og gengur mjög vel. Það hefur þó gerst að fólk hefur reynt að svindla sér fram fyrir röðina þegar kemur að bólusetningarfyrirkomulaginu. „Það er náttúrulega mikið kapp í fólki að fá bólusetningu. Það eru margar skemmtilegar sögur af fólki sem var að reyna að koma sér inn. Einu sinni kom inn kona sem hafði stolið strikamerkinu frá systur sinni. Fólk reynir ýmislegt,“ segir Ragnheiður og hlær. „Einu sinni tók ég á móti einum og þegar ég var að skanna hann inn þá stendur Guðný en þetta var ungur strákur á tvítugsaldri. Það stendur Guðný og átti að vera fædd 1945.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir Bjóða þeim sem hafa fengið Covid í bólusetningu 21. júní 2021 11:57 Bólusett með Janssen og Pfizer í vikunni Framundan er stór vika í bólusetningum en bólusett verður með bóluefnunum frá Janssen, Pfizer og AstraZeneca, það er að segja ef síðastnefnda berst í tæka tíð. 21. júní 2021 07:35 78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. 15. júní 2021 17:09 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Bólusett með Janssen og Pfizer í vikunni Framundan er stór vika í bólusetningum en bólusett verður með bóluefnunum frá Janssen, Pfizer og AstraZeneca, það er að segja ef síðastnefnda berst í tæka tíð. 21. júní 2021 07:35
78% ónæmi náð: Um tvær vikur í afléttingu allra takmarkana Hlutfall fullorðinna Íslendinga sem eru ónæmir fyrir Covid-19 er komið upp í 78,1%, þ.e. þeirra sem eru annaðhvort komnir með fyrsta skammt bóluefnis eða ónæmi vegna sýkingar. 15. júní 2021 17:09
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“