Innlent

Hóps leitað í hálfan sólarhring í mjög ósumarlegum aðstæðum á hálendinu

Snorri Másson skrifar
Höskuldsskáli í Hrafntinnuskeri um helgina.
Höskuldsskáli í Hrafntinnuskeri um helgina. Landsbjörg

Landsbjörg minnir göngumenn á hálendinu á að undirbúa sig nægilega vel og afla upplýsinga um aðstæður áður en haldið er af stað í ferðir, enda endurspegla aðstæður á hálendinu alls ekki árstímann.

Í gær sinnti hópur á hálendisvakt björgunarsveita um tólf klukkustunda útkalli við leit að göngufólki sem hafði ekki skilað sér í skála.

Veðrið hafði gert hópnum, sem var á leið um Laugaveginn, erfitt fyrir og þegar nokkrir úr honum höfðu ekki skilað sér í skála í Álftavatni var hafin leit að þeim.

Eftir um átta klukkustunda leit í slæmu skyggni fannst tjald þeirra á fjallshrygg en þar höfðu þau sett niður tjaldið, ekki treyst sér til að tjalda á snjó sem var allt í kring.

Tjald göngumannanna.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að vel hafi farið í þessu tilviki en „nauðsynlegt er að benda á að áætla þarf aukinn tíma í lengri göngur á hálendinu á næstunni og afla sér upplýsinga um aðstæður.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.