„Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 11:31 Katrín flutti ávarp á Austurvelli í dag. vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hún telur að heimsfaraldurinn hafi skapað mikla samstöðu meðal Íslendinga og jafnvel gert þá að meiri þjóð en þeir hafa lengi verið. „Hvenær skiptir það mann máli að vera einhverrar þjóðar? Erum við ekki líka Reykvíkingar, Vestfirðingar, Mýrdælingar? KR-ingar, Þórsarar, Skagamenn? Karlar, konur, kynsegin? Þingmenn, verkafólk, kennarar, hjúkrunarfræðingar? Hvenær erum við Íslendingar?“ spurði Katrín sig. „Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann nú áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við , sem búum í þessu samfélagi, tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Og um leið reyndist þessi vefnaður slitsterkur – því við sáum hvernig sérhver þráður skiptir máli fyrir okkar daglega líf.“ Katrín sagði það gjarnan freistandi að dvelja aðeins í eigin tilveru og leggja mat á heiminn út frá manns eigin forsendum. „En þegar á reynir, þegar eitthvað kemur upp á, þá viljum við finna að við búum í samfélagi þar sem við stöndum saman. Þannig samfélag viljum við,“ sagði hún. Íslenski draumurinn Hún boðaði þá bjartari tíma eftir erfiða mánuði í heimsfaraldrinum. Þeir yrðu þó ekki síður krefjandi: „Tímar sem krefjast þess að við svörum skýrt spurningunum um hvernig samfélag við viljum móta í framtíðinni og hvað við viljum gera til að svo megi verða. Hvers konar Ísland viljum við byggja upp að loknum faraldri?“ spurði hún þjóðina og lagði síðan fram sína sýn: „Land þar sem tekið er tillit til annarra. Land þar sem fólk getur breytt draum í veruleika og skapað sér tækifæri. Land þar sem fólk getur leitað hamingjunnar.“ Biðlar til atvinnulífsins að takast á við loftslagsvána Hún sagði þá að þjóðin yrði að nýta sér reynsluna eftir faraldurinn til að takast á við stórar áskoranir á næstunni og nefndi þar loftslagsvána. Hana þyrfti að takast á við saman og á grundvelli rannsókna sérfræðinga. „Íslenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði og hugvit í faraldrinum og þarf að beita sér með sama hætti fyrir grænum lausnum sem hjálpa okkur í stærsta verkefninu; að skila jörðinni heilli til komandi kynslóða.“ Skylda gagnvart þeim sem á undan gengu Hún sagði þjóðhátíðardaginn minna okkur á að við stöndum á herðum þeirra kynslóða sem á undan okkur fóru og „höfðu trú á íslensku samfélagi“. „Á okkur hvílir skylda gagnvart þeim sem á undan gengu og gagnvart þeim sem á eftir okkur munu koma og undir þeirri skyldu og ábyrgð viljum við standa, hvert og eitt og saman sem þjóð. Þannig mun okkur áfram farnast vel,“ sagði hún og lauk ávarpinu með hamingjuóskum til allra landsmanna. 17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira
„Hvenær skiptir það mann máli að vera einhverrar þjóðar? Erum við ekki líka Reykvíkingar, Vestfirðingar, Mýrdælingar? KR-ingar, Þórsarar, Skagamenn? Karlar, konur, kynsegin? Þingmenn, verkafólk, kennarar, hjúkrunarfræðingar? Hvenær erum við Íslendingar?“ spurði Katrín sig. „Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann nú áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við , sem búum í þessu samfélagi, tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Og um leið reyndist þessi vefnaður slitsterkur – því við sáum hvernig sérhver þráður skiptir máli fyrir okkar daglega líf.“ Katrín sagði það gjarnan freistandi að dvelja aðeins í eigin tilveru og leggja mat á heiminn út frá manns eigin forsendum. „En þegar á reynir, þegar eitthvað kemur upp á, þá viljum við finna að við búum í samfélagi þar sem við stöndum saman. Þannig samfélag viljum við,“ sagði hún. Íslenski draumurinn Hún boðaði þá bjartari tíma eftir erfiða mánuði í heimsfaraldrinum. Þeir yrðu þó ekki síður krefjandi: „Tímar sem krefjast þess að við svörum skýrt spurningunum um hvernig samfélag við viljum móta í framtíðinni og hvað við viljum gera til að svo megi verða. Hvers konar Ísland viljum við byggja upp að loknum faraldri?“ spurði hún þjóðina og lagði síðan fram sína sýn: „Land þar sem tekið er tillit til annarra. Land þar sem fólk getur breytt draum í veruleika og skapað sér tækifæri. Land þar sem fólk getur leitað hamingjunnar.“ Biðlar til atvinnulífsins að takast á við loftslagsvána Hún sagði þá að þjóðin yrði að nýta sér reynsluna eftir faraldurinn til að takast á við stórar áskoranir á næstunni og nefndi þar loftslagsvána. Hana þyrfti að takast á við saman og á grundvelli rannsókna sérfræðinga. „Íslenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði og hugvit í faraldrinum og þarf að beita sér með sama hætti fyrir grænum lausnum sem hjálpa okkur í stærsta verkefninu; að skila jörðinni heilli til komandi kynslóða.“ Skylda gagnvart þeim sem á undan gengu Hún sagði þjóðhátíðardaginn minna okkur á að við stöndum á herðum þeirra kynslóða sem á undan okkur fóru og „höfðu trú á íslensku samfélagi“. „Á okkur hvílir skylda gagnvart þeim sem á undan gengu og gagnvart þeim sem á eftir okkur munu koma og undir þeirri skyldu og ábyrgð viljum við standa, hvert og eitt og saman sem þjóð. Þannig mun okkur áfram farnast vel,“ sagði hún og lauk ávarpinu með hamingjuóskum til allra landsmanna.
17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Sjá meira