Hátíðarhöld um allt land Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 10:25 Það er mikið um dýrðir í miðbænum á 17. júní. Í dag fagna Íslendingar þjóðhátíðardegi sínum og fjölbreytt dagskrá verður um allt land. Dagskráin litast að nokkru leiti af þeim samkomutakmörkunum sem enn eru í gildi. Reykjavík Morgunathöfn á Austurvelli hefst klukkan ellefu og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem allir landsmenn geta fylgst með heima í stofu. Athöfnin er hefðbundin og samanstendur af ávarpi Forsætisráðherra og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Að venju sjá nýstúdentar um að leggja blómsveig við leiði Jóns og Ingibjargar í Hólavallakirkjugarði að lokinni morgunathöfn á Austurvelli. Forseti borgarstjórnar flytur ávarp og skátar standa heiðursvakt. Fyrir þá sem ætla að bregða sér út þá verður boðið upp á létta stemningu á milli klukkan 13:00 og 18:00 með aðstoð plötusnúða í Hljómskálagarði og á Klambratúni og gestir geta gætt sér á veitingum úr matarvögnum og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Hægt verður að heyra í lúðrasveitum Í miðborginni á milli klukkan 13:00 og 18:00, sirkuslistamenn, kórar, Listhópar Hins hússins og Götuleikhúsið bregða á leik víðsvegar um miðborgina til að skapa óvæntar upplifanir. Akureyri Klukkan 12.45 leggur skrúðganga Lúðrasveitar Akureyrar og Skátafélagsins Klakks af stað frá Hamarskotstúni, suður Þórunnarstrætið og sem leið liggur suður að Lystigarði. Í Lystigarði hefst hátíðardagskrá um klukkan 13:15. Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Sóleyjar Bjarkar Einarsdóttur leikur, skátar hylla fánann og séra Guðrún Eggerts Þórudóttir flytur hugvekju. Sönghópur skipaður fulltrúum kóra á Eyjafjarðarsvæðinu syngur þjóðsönginn og félagar úr Yngri og Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngja Sálminn um fuglinn eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Fjallkonan Inda Björk Gunnarsdóttur flytur ávarp og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs segir nokkur orð. Því næst munu nýstúdentar marsera um garðinn, Ronja ræningjadóttir stígur á stokk og loks verður boðið upp á tónleika með Tríói Akureyrar. Klukkan 15:00 býður áhöfnin á eikarbátnum Húna II til siglingar um Pollinn en hámarksfjöldi gesta um borð verður 70 manns. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Vegna fjöldatakmarkana verður svæðinu við garðskálann í Lystigarðinum skipt í tvennt og hámarksfjöldi í hvoru hólfi er 300 manns. Kópavogur Þjóðhátíðardegi verður fagnað í Kópavogi með fimm hverfishátíðum, í og við menningarhúsin í Kópavogi, við Fífuna, í Fagralundi, við Salalaug og Kórinn. Á meðal þeirra sem fram koma á hverfishátíðum við íþróttahúsin fjögur eru: Bríet, Selma og Regína Ósk, Lína Langsokkur, Saga Garðarsdóttir, Ræningjarnir úr Kardimommubæ, Leikhópurinn Lotta, Dansskóli Birnu Björns, Karíus og Baktus, Þorri og Þura, Gugusar, Sikurs, Eva Ruza og Hjálmar. Listamennirnir koma allir fram á tveimur mismunandi stöðum; dagskráin er því ólík á milli svæða. Við menningarhúsin verður dagskráin með öðru sniði, þar verður boðið upp á tónlistaratriði, draumafangarasmiðju, sirkussýningu og ævintýraþraut fyrir fjölskylduna svo eitthvað sé nefnt. Hafnarfjörður Skrúðganga hefst frá Hraunbyrgi við Hjallabraut klukkan 13:00, niður Hjallabraut og út Vesturgötuna inn Strandgötu, upp Mjósund, út Austurgötu að Skólabraut og endar við Menntasetrið við lækinn. Fyrir gönguna getur fólk í þjóðbúningum safnast saman í Hraunbyrgi, en Annríki - þjóðbúningar og skart verður á svæðinu og aðstoðar þá sem gætu þurft aðstoð við að klæða sig frá klukkan 12:00. Við Menntasetrið við Lækinn mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila nokkur lög í lok skrúðgöngu, um klukkan 14:00. Fjölbreytt dagskrá verður í Hellisgerði, á Thorsplani, Hörðuvöllum, Víðistaðatúni, við íþróttahúsið við Strandgötu og Bókasafn Hafnarfjarðar. Akranes Skrúðganga hefst klukkan 14:15 frá Tónlistarskólanum á Akranesi við Dalbraut. Gengið verður að Akratorgi hvar hátíðardagskrá hefst klukkan 14:35. Fjallkona og Guðjón Brjánsson alþingismaður flytja ávörp áðpur en einvalalið skemmtikrafta stígur á stokk. Þar ber hæst Jón Jónsson og Bríeti tónlistarfólk. Garðabær Fjölbreytt dagskrá verður um allan bæinn. Hún hefst með skautun fjallkonu í búning Kvenfélags Álftaness og Kvenfélags Garðabæjar og ávarpi Bjargar Fenger, forseta bæjarstjórnar sem sent verður út á facebooksíðu Garðabæjar. Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar býður fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins. Meðal annars verður boðið upp á danspartý á Garðatorgi, kanósiglingu og tónleika við Sjáland, tónlist í sundlaugum bæjarins og sýningu á Hönnunarsafninu. Hrafnseyri Eftir hefðinni verður mikið um dýrðir á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Dagskrá þar hefst klukkan 14:15 með setningu þjóðhátíðar. Bergþór Pálsson sér um tónlist og Elísabet Jökuls flytur hátíðarræðu. Boðið verður upp á rútuferð milli Ísafjarðar og Hrafnseyrar, fólki að kostnaðarlausu. Farið verður frá Háskólasetri Vestfjarða klukkan 11:30 og aftur frá Hrafnseyri klukkan 17:00. 17. júní Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Reykjavík Morgunathöfn á Austurvelli hefst klukkan ellefu og verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem allir landsmenn geta fylgst með heima í stofu. Athöfnin er hefðbundin og samanstendur af ávarpi Forsætisráðherra og fjallkonan frumflytur sérsamið ljóð við tilefnið. Að venju sjá nýstúdentar um að leggja blómsveig við leiði Jóns og Ingibjargar í Hólavallakirkjugarði að lokinni morgunathöfn á Austurvelli. Forseti borgarstjórnar flytur ávarp og skátar standa heiðursvakt. Fyrir þá sem ætla að bregða sér út þá verður boðið upp á létta stemningu á milli klukkan 13:00 og 18:00 með aðstoð plötusnúða í Hljómskálagarði og á Klambratúni og gestir geta gætt sér á veitingum úr matarvögnum og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Hægt verður að heyra í lúðrasveitum Í miðborginni á milli klukkan 13:00 og 18:00, sirkuslistamenn, kórar, Listhópar Hins hússins og Götuleikhúsið bregða á leik víðsvegar um miðborgina til að skapa óvæntar upplifanir. Akureyri Klukkan 12.45 leggur skrúðganga Lúðrasveitar Akureyrar og Skátafélagsins Klakks af stað frá Hamarskotstúni, suður Þórunnarstrætið og sem leið liggur suður að Lystigarði. Í Lystigarði hefst hátíðardagskrá um klukkan 13:15. Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Sóleyjar Bjarkar Einarsdóttur leikur, skátar hylla fánann og séra Guðrún Eggerts Þórudóttir flytur hugvekju. Sönghópur skipaður fulltrúum kóra á Eyjafjarðarsvæðinu syngur þjóðsönginn og félagar úr Yngri og Eldri barnakór Akureyrarkirkju syngja Sálminn um fuglinn eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Fjallkonan Inda Björk Gunnarsdóttur flytur ávarp og Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs segir nokkur orð. Því næst munu nýstúdentar marsera um garðinn, Ronja ræningjadóttir stígur á stokk og loks verður boðið upp á tónleika með Tríói Akureyrar. Klukkan 15:00 býður áhöfnin á eikarbátnum Húna II til siglingar um Pollinn en hámarksfjöldi gesta um borð verður 70 manns. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Vegna fjöldatakmarkana verður svæðinu við garðskálann í Lystigarðinum skipt í tvennt og hámarksfjöldi í hvoru hólfi er 300 manns. Kópavogur Þjóðhátíðardegi verður fagnað í Kópavogi með fimm hverfishátíðum, í og við menningarhúsin í Kópavogi, við Fífuna, í Fagralundi, við Salalaug og Kórinn. Á meðal þeirra sem fram koma á hverfishátíðum við íþróttahúsin fjögur eru: Bríet, Selma og Regína Ósk, Lína Langsokkur, Saga Garðarsdóttir, Ræningjarnir úr Kardimommubæ, Leikhópurinn Lotta, Dansskóli Birnu Björns, Karíus og Baktus, Þorri og Þura, Gugusar, Sikurs, Eva Ruza og Hjálmar. Listamennirnir koma allir fram á tveimur mismunandi stöðum; dagskráin er því ólík á milli svæða. Við menningarhúsin verður dagskráin með öðru sniði, þar verður boðið upp á tónlistaratriði, draumafangarasmiðju, sirkussýningu og ævintýraþraut fyrir fjölskylduna svo eitthvað sé nefnt. Hafnarfjörður Skrúðganga hefst frá Hraunbyrgi við Hjallabraut klukkan 13:00, niður Hjallabraut og út Vesturgötuna inn Strandgötu, upp Mjósund, út Austurgötu að Skólabraut og endar við Menntasetrið við lækinn. Fyrir gönguna getur fólk í þjóðbúningum safnast saman í Hraunbyrgi, en Annríki - þjóðbúningar og skart verður á svæðinu og aðstoðar þá sem gætu þurft aðstoð við að klæða sig frá klukkan 12:00. Við Menntasetrið við Lækinn mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila nokkur lög í lok skrúðgöngu, um klukkan 14:00. Fjölbreytt dagskrá verður í Hellisgerði, á Thorsplani, Hörðuvöllum, Víðistaðatúni, við íþróttahúsið við Strandgötu og Bókasafn Hafnarfjarðar. Akranes Skrúðganga hefst klukkan 14:15 frá Tónlistarskólanum á Akranesi við Dalbraut. Gengið verður að Akratorgi hvar hátíðardagskrá hefst klukkan 14:35. Fjallkona og Guðjón Brjánsson alþingismaður flytja ávörp áðpur en einvalalið skemmtikrafta stígur á stokk. Þar ber hæst Jón Jónsson og Bríeti tónlistarfólk. Garðabær Fjölbreytt dagskrá verður um allan bæinn. Hún hefst með skautun fjallkonu í búning Kvenfélags Álftaness og Kvenfélags Garðabæjar og ávarpi Bjargar Fenger, forseta bæjarstjórnar sem sent verður út á facebooksíðu Garðabæjar. Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar býður fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins. Meðal annars verður boðið upp á danspartý á Garðatorgi, kanósiglingu og tónleika við Sjáland, tónlist í sundlaugum bæjarins og sýningu á Hönnunarsafninu. Hrafnseyri Eftir hefðinni verður mikið um dýrðir á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Dagskrá þar hefst klukkan 14:15 með setningu þjóðhátíðar. Bergþór Pálsson sér um tónlist og Elísabet Jökuls flytur hátíðarræðu. Boðið verður upp á rútuferð milli Ísafjarðar og Hrafnseyrar, fólki að kostnaðarlausu. Farið verður frá Háskólasetri Vestfjarða klukkan 11:30 og aftur frá Hrafnseyri klukkan 17:00.
17. júní Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira