Innlent

Magnað sjónarspil af glóandi hraunvegg í Nátthaga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hraunið rann niður hlíðina niður í Nátthaga.
Hraunið rann niður hlíðina niður í Nátthaga.

Feðginin Una Rós Gísladóttir og Gísli Reynisson voru á meðal þeirra sem urðu vitni að miklu sjónarspili 14. júní þegar rauðglóandi hraunið rann niður hlíðina í Nátthaga.

Gísli hafði áður komið á slóðir eldgossins en hin þrettán ára Una var þarna í fyrsta sinn. Hún var að hætti ungu kynslóðarinnar með símann á lofti og náði mögnuðu myndbandi af rennandi hrauninu.

Í myndbandinu má sjá viðbrögð unga fólksins og fleiri við sjónarspilinu og sinubruna sem kviknaði í kjölfarið.

Gísli lýsir því þannig að hitinn hafi verið næsta óbærilegur þegar hraunið rann í stríðum straumi niður eftir.

Gísli og Don auk barnanna Unu og Reynis Harðar.

Reynir Hörður, níu ára sonur Gísla, og Don Barry, kennari í jarðvísindum við háskóla í Los Angeles voru líka með í för. 

„Ég er á leiðinni í hringferð með honum og fleirum eftir nokkra daga. Þetta var gríðarlegt sjónarspil fyrir hann því hann hafði aldrei áður séð svona návígi og myndaði mikið, þar á meðal hraunmola sem hann ætlar að nota við kennslu sína ytra,“ segir Gísli.

Minningin hjá Unu og hinum unga Reyni Herði, fótboltaáhugamanni með meiru úr Njarðvík, muni lifa með þeim alla ævi, og þá sérstaklega fyrrnefndur óbærilegur hiti frá hraunrennslinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.