Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 15:31 Brúsi og Kári á Clermont-Ferrand stuttmyndahátíðinni í Frakklandi árið 2019. Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. Stuttmyndin Ágústhiminn er leikstýrð og skrifuð af hinni brasilísku Jasmin Tenucci en framleidd af Íslendinginum Kára Úlfssyni og klippt af leikstjóranum og klipparanum Brúsa Ólasyni. „Ég er ennþá að reyna að átta mig á þessu. Ég fékk símtal í síðustu viku úr frönsku númeri sem færði mér þessar fréttir, ég spurði hvort þetta væri símaat. Síðan þá höfum við verið á fullu að redda okkur gistingu og skipuleggja flug, og í þokkabót koma á fulltrúum Cannes öllu því efni sem þau eru að biðja um. Við höfum eiginlega ekki haft tíma til að stoppa og fagna. Þess vegna er þetta svolítið óraunverulegt ennþá,“ segir Kári í samtali við Vísi. Þriggja ára þróun Kári og Brúsi voru báðir í námi með Jasmin við Columbia Háskóla í New York. Brúsi nam þar leikstjórn og handritsskrif, ásamt Jasmin, og Kári nam framleiðslu. Þau útskrifuðust öll sumarið 2020. Kári hefur haldið utanum verkefnið frá fyrstu hugmynd og nú fram að heimsfrumsýningu á Cannes. Hann sá um að fjármagna verkefnið með bæði bandarískum styrkjum sem og hópfjármögnun í gegnum Indiegogo. Í samvinnu við Jasmin réðu þau síðan brasilíska framleiðendur til að stýra verkefninu í tökum sem fóru fram í Janúar 2020. „Verkefnið hefur verið í þróun í um þrjú ár en breyttist snögglega 19. ágúst 2019. Jasmin var þá út á gangi um hábjart eftirmiðdegi þegar nótt lagði snögglega yfir borgina hennar. Hafði þá reykmökkur ferðast yfir hálfa heimsálfuna frá skógareldum í Amazon frumskógi. Þetta augnablik varð kveikjan að hugmyndinni um hina óléttu Luciu sem býr í Sao Paulo og finnur sífellt fyrir meiri streitu og áreiti vegna yfirvofandi endaloka sem birtast henni svo loks á þessum degi. Hún finnur enga samkennd eða samfélag nema í vafasömum trúarhópi sem virðist taka þó henni með opnum örmum,“ segir um myndina. Stilla úr stuttmyndinni Ágústhiminn (Céu de Agosto)Céu de Agosto Kári og Brúsi stefna báðir að því að mæta á Cannes í júlí og vera viðstaddir frumsýninguna. Þeir eru núna báðir búsettir á Íslandi en stefna þó að flytja aftur út á einhverjum tímapunkti. Sameiginlegt útskriftarverkefni þeirra, stuttmyndin Dalía, var frumsýnd sem hluti af Future Frames program Karlovy Vary hátíðarinnar sumarið 2020, valin af European Film Promotion. Þeir eru með ýmis verkefni í þróun og vinna að því að koma sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd á koppinn. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kristín Sesselja frumsýnir nýtt myndband við lagið Fuckboys Tónlistarkonan Kristín Sesselja gefur í dag út nýtt myndband við lagið Fuckboys. 25. september 2020 15:31 Þessi fá listamannalaun árið 2021 Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2021 hefur verið úthlutað og hafa tilkynningar til umsækjenda um listamannalaun verið að berast þeim í morgun og nú rétt í þessu var send út tilkynning um hvernig þetta skiptist milli listamannanna. 7. janúar 2021 15:13 Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Stuttmyndin Ágústhiminn er leikstýrð og skrifuð af hinni brasilísku Jasmin Tenucci en framleidd af Íslendinginum Kára Úlfssyni og klippt af leikstjóranum og klipparanum Brúsa Ólasyni. „Ég er ennþá að reyna að átta mig á þessu. Ég fékk símtal í síðustu viku úr frönsku númeri sem færði mér þessar fréttir, ég spurði hvort þetta væri símaat. Síðan þá höfum við verið á fullu að redda okkur gistingu og skipuleggja flug, og í þokkabót koma á fulltrúum Cannes öllu því efni sem þau eru að biðja um. Við höfum eiginlega ekki haft tíma til að stoppa og fagna. Þess vegna er þetta svolítið óraunverulegt ennþá,“ segir Kári í samtali við Vísi. Þriggja ára þróun Kári og Brúsi voru báðir í námi með Jasmin við Columbia Háskóla í New York. Brúsi nam þar leikstjórn og handritsskrif, ásamt Jasmin, og Kári nam framleiðslu. Þau útskrifuðust öll sumarið 2020. Kári hefur haldið utanum verkefnið frá fyrstu hugmynd og nú fram að heimsfrumsýningu á Cannes. Hann sá um að fjármagna verkefnið með bæði bandarískum styrkjum sem og hópfjármögnun í gegnum Indiegogo. Í samvinnu við Jasmin réðu þau síðan brasilíska framleiðendur til að stýra verkefninu í tökum sem fóru fram í Janúar 2020. „Verkefnið hefur verið í þróun í um þrjú ár en breyttist snögglega 19. ágúst 2019. Jasmin var þá út á gangi um hábjart eftirmiðdegi þegar nótt lagði snögglega yfir borgina hennar. Hafði þá reykmökkur ferðast yfir hálfa heimsálfuna frá skógareldum í Amazon frumskógi. Þetta augnablik varð kveikjan að hugmyndinni um hina óléttu Luciu sem býr í Sao Paulo og finnur sífellt fyrir meiri streitu og áreiti vegna yfirvofandi endaloka sem birtast henni svo loks á þessum degi. Hún finnur enga samkennd eða samfélag nema í vafasömum trúarhópi sem virðist taka þó henni með opnum örmum,“ segir um myndina. Stilla úr stuttmyndinni Ágústhiminn (Céu de Agosto)Céu de Agosto Kári og Brúsi stefna báðir að því að mæta á Cannes í júlí og vera viðstaddir frumsýninguna. Þeir eru núna báðir búsettir á Íslandi en stefna þó að flytja aftur út á einhverjum tímapunkti. Sameiginlegt útskriftarverkefni þeirra, stuttmyndin Dalía, var frumsýnd sem hluti af Future Frames program Karlovy Vary hátíðarinnar sumarið 2020, valin af European Film Promotion. Þeir eru með ýmis verkefni í þróun og vinna að því að koma sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd á koppinn.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kristín Sesselja frumsýnir nýtt myndband við lagið Fuckboys Tónlistarkonan Kristín Sesselja gefur í dag út nýtt myndband við lagið Fuckboys. 25. september 2020 15:31 Þessi fá listamannalaun árið 2021 Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2021 hefur verið úthlutað og hafa tilkynningar til umsækjenda um listamannalaun verið að berast þeim í morgun og nú rétt í þessu var send út tilkynning um hvernig þetta skiptist milli listamannanna. 7. janúar 2021 15:13 Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Kristín Sesselja frumsýnir nýtt myndband við lagið Fuckboys Tónlistarkonan Kristín Sesselja gefur í dag út nýtt myndband við lagið Fuckboys. 25. september 2020 15:31
Þessi fá listamannalaun árið 2021 Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2021 hefur verið úthlutað og hafa tilkynningar til umsækjenda um listamannalaun verið að berast þeim í morgun og nú rétt í þessu var send út tilkynning um hvernig þetta skiptist milli listamannanna. 7. janúar 2021 15:13
Dýrið fer á Cannes Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið valin til þátttöku í Un Certain Regard keppni, sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, sem fer fram dagana 6. - 17. júlí. Frá þessu er greint á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 3. júní 2021 11:13