Lífið

Ebba Katrín og Oddur trú­lofuðu sig í Flatey

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Parið starfar saman í Þjóðleikhúsinu.
Parið starfar saman í Þjóðleikhúsinu. facebook/Ebba Katrín/Oddur Júlíusson

Leikararnir Ebba Katrín Finns­dóttir og Oddur Júlíus­son trú­lofuðu sig um helgina. Ebba Katrín frá þessu á sam­fé­lags­miðlum sínum en mbl.is greindi fyrst frá.

Oddur bað Ebbu Katrínar á Flat­ey nú um helgina. Þau hafa verið saman í nokkur ár en bæði starfa sem leikarar hjá Þjóð­leik­húsinu.

Ebba Katrín fer með hlut­verk Júlíu í leik­ritinu Rómeó og Júlíu eftir Willi­am Shakespear sem verður frum­sýnt á næsta leik­ári. Á móti henni leikur tón­listar­maðurinn og leikarinn Sigur­bjartur Sturla Atla­son sem Rómeó.

Sjá einnig: Júlía er fundin en nú hefst leitin að Rómeó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.