Júlía er fundin en nú hefst leitin að Rómeó Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2020 15:32 Ebba Katrín mun fara með hlutverk Júlíu. vísir/sylvía/vilhelm Þjóðleikhúsið undirbýr nú uppsetningu á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Sýningin verður frumsýnd í byrjun mars 2021. Nú er vinna hafinn að manna sýninguna en hópur listrænna stjórnenda hefur verið ráðinn að verkefninu við hlið Þorleifs Arnars. Júlía er nú þegar fundin en leitin að Rómeó að hefjast. Þegar þessi vinsælasta og rómaðasta ástarsaga allra tíma fer á svið ríkir jafnan mest eftirvænting eftir því hverjir veljist í hin eftirsóttu hlutverk elskendanna, Rómeós og Júlíu. Ebba Katrín Finnsdóttir mun fara með hlutverk Júlíu. Hins vegar leitar leikhúsið að þeim eina rétta í hlutverk Rómeós. Kallað verður eftir umsóknum frá leikurum á aldrinum 20-30 ára sem hafa áhuga á að komast í prufu fyrir hlutverkið. Þorleifur Örn Arnarsson hefur verið í hópi fremstu leikstjóra Íslendinga um árabil. Hann leikstýrði mörgum rómuðustu sýningum síðustu ára hér á landi, eins og Englum alheimsins og Njálu. Þá hefur hann notið mikillar velgengni í Evrópu og undanfarið verið einn stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne í Berlín. Nú í febrúar var tilkynnt um að Þorleifur gengi til liðs við Þjóðleikhúsið sem samningsbundinn leikstjóri og mun hann leikstýra einni sýningu árlega við húsið á næstu árum. Við hlið Þorleifs mun starfa hópur listrænna stjórnenda. Ilmur Stefánsdóttir mun hanna leikmynd og Björn Bergsteinn Guðmundsson verður ljósahönnuður. Þá hefur Kristján Ingimarsson verið ráðinn til sjá um kóreógrafíu í sýningunni. Ebba Katrín Finnsdóttir hefur vakið athygli síðan hún útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands fyrir tveimur árum. Leikprufur - leitin að Rómeó - Leikarar á aldrinum 20-30 ára sem hafa lokið námi í leiklist eða starfað við atvinnuleiklist koma til greina. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 12. maí. - Leikstjóri og listrænir stjórnendur velja ákveðinn hóp sem verður boðið að koma í prufur fyrir hlutverkið. Þar gefst þeim tækifæri til að leika tvær stuttar senur úr verkinu á móti Ebbu og öðrum leikurum undir leikstjórn Þorleifs á Stóra sviðinu. Prufurnar fara fram nú í maí. - Framhaldsprufur verða boðaðar fyrir þrengri hóp í kjölfarið. - Þegar valið hefur farið fram verður einum leikara boðið hlutverk Rómeós. Ráðningarkjör eru venju samkvæmt í samræmi við gildandi kjarasamning FÍL við Þjóðleikhúsið. Hér er hægt að sækja um prufu fyrir hlutverk Rómeó. Menning Leikhús Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Sjá meira
Þjóðleikhúsið undirbýr nú uppsetningu á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Sýningin verður frumsýnd í byrjun mars 2021. Nú er vinna hafinn að manna sýninguna en hópur listrænna stjórnenda hefur verið ráðinn að verkefninu við hlið Þorleifs Arnars. Júlía er nú þegar fundin en leitin að Rómeó að hefjast. Þegar þessi vinsælasta og rómaðasta ástarsaga allra tíma fer á svið ríkir jafnan mest eftirvænting eftir því hverjir veljist í hin eftirsóttu hlutverk elskendanna, Rómeós og Júlíu. Ebba Katrín Finnsdóttir mun fara með hlutverk Júlíu. Hins vegar leitar leikhúsið að þeim eina rétta í hlutverk Rómeós. Kallað verður eftir umsóknum frá leikurum á aldrinum 20-30 ára sem hafa áhuga á að komast í prufu fyrir hlutverkið. Þorleifur Örn Arnarsson hefur verið í hópi fremstu leikstjóra Íslendinga um árabil. Hann leikstýrði mörgum rómuðustu sýningum síðustu ára hér á landi, eins og Englum alheimsins og Njálu. Þá hefur hann notið mikillar velgengni í Evrópu og undanfarið verið einn stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne í Berlín. Nú í febrúar var tilkynnt um að Þorleifur gengi til liðs við Þjóðleikhúsið sem samningsbundinn leikstjóri og mun hann leikstýra einni sýningu árlega við húsið á næstu árum. Við hlið Þorleifs mun starfa hópur listrænna stjórnenda. Ilmur Stefánsdóttir mun hanna leikmynd og Björn Bergsteinn Guðmundsson verður ljósahönnuður. Þá hefur Kristján Ingimarsson verið ráðinn til sjá um kóreógrafíu í sýningunni. Ebba Katrín Finnsdóttir hefur vakið athygli síðan hún útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands fyrir tveimur árum. Leikprufur - leitin að Rómeó - Leikarar á aldrinum 20-30 ára sem hafa lokið námi í leiklist eða starfað við atvinnuleiklist koma til greina. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 12. maí. - Leikstjóri og listrænir stjórnendur velja ákveðinn hóp sem verður boðið að koma í prufur fyrir hlutverkið. Þar gefst þeim tækifæri til að leika tvær stuttar senur úr verkinu á móti Ebbu og öðrum leikurum undir leikstjórn Þorleifs á Stóra sviðinu. Prufurnar fara fram nú í maí. - Framhaldsprufur verða boðaðar fyrir þrengri hóp í kjölfarið. - Þegar valið hefur farið fram verður einum leikara boðið hlutverk Rómeós. Ráðningarkjör eru venju samkvæmt í samræmi við gildandi kjarasamning FÍL við Þjóðleikhúsið. Hér er hægt að sækja um prufu fyrir hlutverk Rómeó.
Menning Leikhús Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Fleiri fréttir „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Sjá meira