Innlent

Hálendið vaknar af vetrardvala

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Litirnir eru fallegir á myndunum sem RAX náði um helgina. Hvíti liturinn fer hverfandi á næstu vikum og sá græni verður meira áberandi.
Litirnir eru fallegir á myndunum sem RAX náði um helgina. Hvíti liturinn fer hverfandi á næstu vikum og sá græni verður meira áberandi. Vísir/RAX

Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu.

Og ekki bara það. Skáli Ferðafélags Íslands í Hrafntinnuskeri er á kafi í snjó en um er að ræða fyrsta stopp á Laugavegsgöngunni sem notið hefur aukinna vinsælda undanfarin ár.

Ragnar Axelsson var á ferðinni um hálendið um helgina sem er í þann mund að vakna af vetrardvala. Á myndunum að neðan má sjá Landmannalaugar, Jökulgil og fleiri þekkta staði af hálendinu.

Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×