Innlent

Lokað að gos­stöðvunum í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hraunið rennur nú yfir göngustíg A og því hefur verið lokað að gosstöðvunum.
Hraunið rennur nú yfir göngustíg A og því hefur verið lokað að gosstöðvunum. Landhelgisgæslan

Hraun hefur runnið yfir hluta gönguleiðar A upp að gosstöðvunum í Geldingadölum og verður lokað inn á svæðið í dag af öryggisástæðum.

Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og Almannavörnum. Viðbragðsaðilar þurfi svigrúm að endurmeta aðstæður. Verið er að leggja nýja gönguleið að gosstöðvunum. Hún liggur samhliða gönguleið A nær alla leið en fer vestur um Fagradalsfjall og er því ekki í vegi hraunflæðisins.


Tengdar fréttir

Gos­virknin breytt og göngu­leiðin búin að vera

Gosvirknin í eldgosinu í Geldingadölum breyttist nokkuð í morgun og er hraunflæðið nú orðið jafnara en það hefur verið. Strókavirknin er lítil sem engin en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki útilokað að strókarnir snúi aftur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×