Lífið

Blása á orð­róma um að nafn­giftin hafi verið í ó­þökk drottningar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Dóttir Harry og Meghan er skírð í höfuðið á langömmu sinni.
Dóttir Harry og Meghan er skírð í höfuðið á langömmu sinni. getty/Anwar Hussein

Tals­maður hjónanna Harry og Meg­han þver­tekur fyrir að þau hafi skírt ný­fædda dóttur sína Lilibet, eða Lísbetu, í höfuðið á Elísa­betu Bret­lands­drottningu án nokkurs sam­ráðs við hana. Drottningin var kölluð Lilibet þegar hún var lítil stúlka.

Frétta­maður braska ríkis­út­varpsins, Jonny Dymond, sem sér­hæfir sig í mál­efnum konungs­fjöl­skyldunnar, greindi frá því að drottningin hefði ekki verið með í ráðum við á­kvörðun hjónanna.

Hann hafði þetta eftir „góðum heimildar­manni innan hallarinnar“ og sagði hann hafa verið fastan á þessu at­riði.

Þegar hjónin greindu frá nafninu litu flestir á það sem skref í átt að já­kvæðari sam­skiptum milli hjónanna og konungs­fjöl­skyldunnar en það hefur lík­lega ekki farið fram hjá mörgum að þau hafa verið heldur stirð síðustu tvö ár.

Svo virðist hins vegar sem þessi viðleitni hjónanna, og sam­kvæmt þeim drottningunni sjálfri, hafi farið öfugt ofan í ein­hverja innan konungs­fjöl­skyldunnar ef marka má fréttir BBC.

Tals­maður Harry og Meg­han heldur því stað­fast­lega fram að drottningin hafi verið spurð á­lits á nafninu áður en það var á­kveðið. „Her­toginn ræddi við fjöl­skyldu sína áður en nafnið var til­kynnt. Raunar var amma hans [drottningin] sú fyrsta í fjöl­skyldunni sem hann hringdi í.“

Hann hefði aldrei á­kveðið að gefa dóttur sinni nafnið ef drottningunni hefði ekki líkað hug­myndin. 

Lög­fræðingar hjónanna hafa sent út yfir­lýsingu á breska miðla þar sem frétt BBC er sögð röng og æru­meiðandi.

Lísbet Díana Mount­batten-Windsor er ellefta barna­barna­barn drottningarinnar og er sú áttunda í röðinni um að erfa krúnuna. Hún er skírð Lísbet í höfuðið á drottningunni lang­ömmu sinni og Díana í höfuðið á móður sinni, Díönu prinsessu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.