Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá karlmanni á sjötugsaldri sem lögreglan handtók eftir að hann setti sig í samband fimm ólögráða stúlkur og klæmdist við þær og reyndi að mæla sér mót við þær. Eftir að honum var sleppt hélt hann uppteknum hætti.

 Við segjum frá aðgerðum sem grípa á til á Landspítalanum til vegna þess neyðarástands sem nú ríkir vegna undirmönnunar á bráðadeildum spítalans.

Fréttamenn okkar voru einnig í og við Laugardalshöll í dag þar sem gífurleg ásókn var í seinni sprautu af bóluefni AstraZeneca en Bjarni Benediktsson var einn þeirra sem fékk bólusetningu í dag.

Við hittum einnig fyrir fjögurra ára gæsabónda á Álftanesi og kíkjum um borð í skólaskip bandaríska flotans í Reykjavíkurhöfn.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×