Innlent

Framkvæmdum í Kömbunum frestað til morguns

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Framkvæmdirnar munu standa yfir mest allan morgundaginn.
Framkvæmdirnar munu standa yfir mest allan morgundaginn. Vísir/Vilhelm

Búið er að fresta vegaframkvæmdum í Kömbunum sem voru á dagskrá í dag vegna veðurs. Þess í stað er stefnt á að ráðast í framkvæmdirnar í fyrramálið. 

Lokað verður yfir Hellisheiði og umferð beint um hjáleið um Þrengsli.

Í tilkynningu frá Colas segir að framkvæmdirnar muni standa frá kl. 9 til kl. 20.

„Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×